Mynd með færslu

Lök yfir jökulinn: Af Ólöfu eskimóa og hvítum lygum

Listakonurnar Sigrún Hlín Sigurðardóttir og Ragnheiður Harpa Leifsdóttir hafa verið haldnar heimskautabakteríu síðan þær kynntust. Þær fjalla um ævi Ólafar „eskimóa“, sannleikans sem sífellt hörfar undan og bráðnandi jökla í nýju útvarpsverki í tveimur þáttum. Ólöf var bláfátæk, dvergvaxin og flutti ung að árum til Vesturheims. Þar hlaut hún...