Mynd með færslu

Á tónsviðinu

Í þáttunum er leikin sígild tónlist úr ýmsum áttum. Tíndir eru saman fróðleiksmolar um tónlistina og höfunda hennar og skyggnst í söguna á bak við verkin. Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir
Næsti þáttur: 26. janúar 2017 | KL. 14:03
Hlaðvarp:   RSS iTunes

Jón úr Vör í tónlist

21. janúar 1917 fæddist skáldið Jón úr Vör. Hann hefði því orðið 100 ára 21. janúar 2017 ef hann hefði lifað og af því tilefni verður þátturinn „Á tónsviðinu“ fim. 19. jan. kl. 14.03 helgaður tónlist við ljóð hans.
18.01.2017 - 15:27

Friðrik mikli og Bach-feðgar

Friðrik mikli Prússakonungur var tónlistarunnandi og samdi allmörg tónverk, einkum fyrir flautu þar sem hann lék sjálfur á það hljóðfæri. Hann réði úrvals tónskáld og hljóðfæraleikara til starfa við hirð sína þegar hann kom til valda árið 1740 og...
11.01.2017 - 15:12

Hin gömlu kynni

Hjá mörgum enskumælandi þjóðum er venja að syngja skoska þjóðlagið „Auld Lang Syne“ á gamlárskvöld á miðnætti og taka þá allir saman höndum. Hér á Íslandi er lagið þekkt undir heitinu „Hin gömlu kynni gleymast ei“, en þar er um að ræða þýðingu Árna...
04.01.2017 - 15:41

Tónlist við jólasögur

Um jólaleytið er rétti tíminn til að segja jólasögur og í þættinum „Á tónsviðinu“ fim. 22. des. kl. 14.03 verður leikin tónlist sem tengist nokkrum tilteknum sögum og lesin brot úr sögunum. Sögurnar eru „Jóladraumur“ eftir Charles Dickens, „Áramót á...
21.12.2016 - 16:07

Ég sá þrjú skip

„Ég sá þrjú skip sigla í höfn“ – „I saw three ships come sailing in“ – er upphafshending í enskum jólasöng sem rakinn hefur verið til 17. aldar. Í söngnum er sagt að Jesús, María og Jósep hafi verið um borð í skipunum og þau hafi siglt til Betlehem...
14.12.2016 - 15:12

Jólalög hjá Scarlatti, Chopin og Bach

Tónverk byggð á jólasöngvum og sálmum verða flutt í þættinum "Á tónsviðinu" fim. 8. des. kl. 14.03. Fyrst verða jólasöngvarnir sungnir í sinni upprunalegu mynd og tónverkin leikin þar á eftir. Allt eru þetta hljómborðsverk, en hvert fyrir...
07.12.2016 - 15:00

Þættir í Sarpi

Mynd með færslu

Á tónsviðinu

19/01/2017 - 14:03
Mynd með færslu

Á tónsviðinu

12/01/2017 - 14:03