#streymi

Líklegt til vinsælda 2017

Nú eru langflestir spekingar internetsins búnir kíkja í kaffibollana sína til að sjá og senda frá sér spá um hvaða bönd eigi eftir að slá í gegn á árinu 2017. Ég hef tekið saman niðurstöðurnar og sett saman playlista fyrir Streymi kvöldsins.
22.02.2017 - 15:34

Æskan er dauð!

Það er allt að fara til fjandans og til að halda upp á það verður Streymi kvöldsins óhemju hresst í kvöld. Boðið verður upp á tónlist úr ýmsum áttum og hnitmiðaðar kynningar en engar pizzur og bíómiða.
15.02.2017 - 18:51

Pottþétt Sónar Partý

Nokkrir dagar í Sónar og í tilefni af því hellum við upp á Sónar Partý í Streymi kvöldsins. Það verður sem sagt boðið upp rigningu og rok og slagara og stuð á þessum frábæra miðvikudegi.
08.02.2017 - 18:56

Skrítið og skemmtilegt

Fljúgandi hálka, rok og rigning ekkert annað að gera enn að fægja viðtækið, hækka vel í því og hlusta á skrítinn og skemmtilegan lagalista í Streymi, góða skemmtun.
25.01.2017 - 19:17

Útsölulok

Það verða engir afslættir gefnir í Streymi kvöldsins af því janúar er bara misskunarlaus mánuður. Á listanum er sletta af nýju niðurlútu gítarstöffi í bland við dash af drungalegu vísnapoppi og dash af martraðarkenndri sveimtónlist
18.01.2017 - 18:42

Svokallað víkingadiskó

Nú er rétti tíminn til að taka fram sauðskinnsskónna, hringabrynjuna og hyrnda hjálminn því svokallað víkingadiskó verður við völd í Streymi kvöldsins. Margir halda kannski að víkingadískó sé gamaldags en svo er svo sannarlega ekki.
11.01.2017 - 19:11

Svokallað víkingadiskó

Nú er rétti tíminn til að taka fram sauðskinnsskónna, hringabrynjuna og hyrnda hjálminn því svokallað víkingadiskó verður við völd í Streymi kvöldsins. Margir halda kannski að víkingadískó sé gamaldags en svo er svo sannarlega ekki.
11.01.2017 - 19:10

Fyrsti þáttur 2017

Það er komið að því nýtt ár og ný mússík ekkert gamalt drasl í kvöld þannig að þér er óhætt að hækka viðtækið í 11.
05.01.2017 - 13:19

Streymi 2016 - topp 45 seinni hluti

Komið að seinni hluta gæðaúttektar ársins 2016 og núna er engin uppfylling bara snilld. Heyrum lög frá 22 að besta lagi ársins og það er eins gott að þetta sé í botni hjá ykkur.
28.12.2016 - 20:38

Streymi 2016 - topp 45 fyrri hluti

Komið að gæðaúttekt ársins 2016 og eins og venjulega reyni ég að koma sem flestum lögum að í tveimur þáttum. Þetta er svona frekar á afslöppuðu nótunum eins og stundum áður og að venju voru frekar fáir í dómnefnd. Engu að síður er þetta mjög vel...
21.12.2016 - 19:29

Argasta dauðapopp

Í kvöld kíkjum við á nokkur lög sem hafa gert það gott í USA og eru ofarlega á listum Billboard fyrirtækisins. En eins og venjulega verður hellingur líka hellingur af nýrri mússík sem kannski á eftir að gera það gott síðar.
14.12.2016 - 14:12

Öryggið í fyrirrúmi

Það verður lítið grín og glens í þætti kvöldsins enda Streymi ekki góður vettvangur fyrir brandara, gestaþrautir eða gátur. Verður tónlist spyr sig kannski einhver núna og stutta svarið er já það verður tónlist og hellingur af henni.
07.12.2016 - 18:35

Hraður andvari

Eins gott að trampólínið sé komið í geymsluna því það verður boðið upp á hraðan andvara í Streymi kvöldsins. Það verður sungið um eitt og annað spennandi eins og t.d. töfra, hefnd, ketamín, hjónalíf og Svarta Hans.
30.11.2016 - 18:47

Fyrir hópinn

Í fyrsta skipti í Streymi verður boðið upp á margskonar upplifanir fyrir allskonar tilefni til að byggja og styrkja liðsandann. Þetta er sérstaklega gott fyrir þá sem skilgreina sig það breitt að þeir líta á sjálfa sem lið, frekar en eilífðar...
23.11.2016 - 18:40

Víður völlur

Eins og nafn þáttarins gefur í skyn þá verður töluverð fjölbreytni í boð í þætti kvöldsins. Þegar þannig er getur verið erfitt að mæla með klæðnaði við hæfi en gamla góða reglan að föt séu ekki of þröng eða of ljót er í fullu gildi.
16.11.2016 - 18:56