#streymi

Skip og híbýli

Fólk er beðið um að koma sér stundvíslega fyrir í híbýlum og skipum, fyrir framan viðtækin í kvöld.Því það verður brjáluð stemmning í Streymi kvöldsins þegar nýtt og nýlegt efni frá hetjum nútíma poppsins verður skotið út í andrúmsloftið frá...
16.08.2017 - 18:32

Góðar stundir

Það er gott að sofa og þeir sem vilja fara snemma í kvöld geta svo sem gert það eftir Streymi en ættu samt að gæta sín því þátturinn verður mjög hressandi. Það er boðið upp á fullt af nýju efni rétt eins og venjulega þannig að nýjungagjarna fólkið...
09.08.2017 - 20:25

Hæg breytileg átt

Já það verður sólríkt og hressandi Streymið okkar í kvöld og fullt af skemmtilegu nýju efni spilað. Þó nokkrir brautryðjendur bransans fá að skína ásamt yngri spámönnum sem eru að stíga fastar inn í frægðarljósið með hverri nýrri plötu.
02.08.2017 - 20:48

Snarpar vindhviður

Það er heldur betur boðið upp á veislu fyrir skilvísa greiðendur útvarpsgjaldsins í kvöld. Það verður að venju boðið upp á snarpar vindhviður og stútfullan Streymis þátt af áhugaverðri tónlist sem hefur glatt tónlistarhjartað á undanförnum vikum.
19.07.2017 - 19:21

Talsverðar dempur

Jæja, lægðin komin aftur eftir stutt hlé til að minna okkur á að íslenska sumrið er helvítis drasl og þessir landnámsmenn voru vitleysingar. Við látum það nú samt ekki hafa of mikil áhrif á okkur og huggum okkur við nýja indí drullu og huggulega...
12.07.2017 - 20:15

Þolanlegir tímar

Jæja kominn tími til að skella sér í smá tónlistar þerapíu og í kvöld er aðallega boðið upp á þjáningu frá hinum vestræna heimi, rétt eins og venjulega. Þið bara finnið út úr meiri þjáningu ef ykkur finnst þið eiga hana skilið.
28.06.2017 - 20:34

Breytileg átt

Fullt af fínu stöffi í þætti kvöldsins sem verður frekar fullorðinslegur og mjög poppaður að þessu sinni. En það er sértaklega vegna þess að margir ráðsettir tónlistarmenn og hljómsveitir hafa sent frá sér nýtt efni að undanförnu.
21.06.2017 - 20:37

Secret Solstice Schlager Special

Það er Streymi í kvöld á Rásinni og það verður hressandi upphitun fyrir Secret Solstice, tónlistarveisluna sem byrjar á morgun í Laugardalnum. Ég hef kosið að kalla þáttinn, Secret Solstice Schlager Special og ætla bara að spila bangerz.
14.06.2017 - 20:51

Snjókoma til fjalla

Kæru tónlistarunnendur það er Streymi í kvöld á Rásinni okkar og það verður heldur betur fægður saxafónn og blásið til tónlistarveislu. Boðið verður upp á nýtt og nýlegt frá: War On Drugs, Radiohead, Arcade Fire, Todd Terje, LCD Soundsystem, alt-J,...
07.06.2017 - 16:13

Talsverð rigning

Kæru viðtækjaeigendur það verður að venju boðið upp á fjölbreitt og hressandi Streymi hjá hinu opinbera á Rás 2 í kvöld. Það verður farið yfir það sem hefur verið helst í fréttum í erlendri tónlist í vikunni verður spilað auk nokkurra laga sem...
31.05.2017 - 18:44

Stöku skúrir

Jæja þá er versti hluti vikunnar þriðjudagurinn búinn og það þýðir bara eitt það er kominn miðvikudagur eða litli laugardagur eins og sumir kalla hann. Flestir vita að á litla laugardegi þrífur maður eyrun sín og hlustar á Streymi-ð sitt á Rásinni...
24.05.2017 - 17:14

Slydda eða snjókoma

Íslenska sumarið er í fáránlega miklum karakter þessa dagana og við fögnum því að sjálfsögðu í Streymi kvöldsins því ekki viljum við að þetta breytist í Benidorm. Það verður að venju komið víða við, svo víða að mörgum þykir nóg um.
17.05.2017 - 19:00

Svalara á morgun

Það getur alltaf kólnað aðeins og þess vegna eru bara svöl lög í þætti kvöldsins. Hann verður að venju töluvert fjölbreyttur og það koma við sögu brjálaðir rapparar, óðir vísindamenn, Volvo station keyrandi indie rokkarar og gítarsólóspilandi...
10.05.2017 - 18:57

Þokumóða og súld

Það verður boðið upp á tónlistarlega þokumóðu og súld í Streymi kvöldsins af því það er apríl og við eigum það skilið. Þetta hljómar kannski ekki eins og stuð, en engar áhyggjur þetta verður alveg fáránlega hresst og skemmtilegt.
26.04.2017 - 18:50

Árið 1997, elektróník og hip hop

Þá er komið að seinni hluta af umfjöllun Streymi um tónlistarárið 1997 og að þessu sinni er það elektróník og hip hop. Það var mikið í gangi og það ferksasta var líklega Drum and Bass og Trip Hop en Hip Hop var líka á mikilli siglingu ásamt Big...
12.04.2017 - 14:19