Söngvakeppnin

Svala fékk brottfarargjöf frá Daða Frey

Svala Björgvinsdóttir fékk skemmtilega gjöf frá Daða Frey Péturssyni rétt fyrir brottför til Kænugarðs, þar sem hún stígur á svið fyrir Íslands hönd í Eurovision.

„Svo hló RÚV bara þegar ég vildi fá Pál Óskar“

Tónlistarmaðurinn Daði Freyr vinnur nú að endurhljóðblöndun á lagi keppandans sem bar sigurorð af honum í Söngvakeppninni, „Paper“ með Svölu Björgvinsdóttur.

Íslendingar kusu fyrir tugi milljóna króna

Metþátttaka var í símaatkvæðagreiðslu Söngvakeppninnar um helgina. Tekjur RÚV af símakosningunni eru allt að sextán milljónir króna og tekjur símafyrirtækjanna um átta milljónir. Svala Björgvinsdóttir hlaut 63% atkvæða í lokaeinvíginu gegn Daða.
13.03.2017 - 12:45

Svala syngur Paper án undirleiks

Svala Björgvinsdóttir, fulltrúi Íslands í Eurovision í vor, segist hlakka til að taka þátt í keppninni sem í ár fer fram í Kænugarði í Úkraínu. Hún ætlar sér að njóta augnabliksins á meðan á ævintýrinu stendur, gera sitt besta og vonast til að gera...
12.03.2017 - 16:19

Måns söng Heroes í höllinni

Hinn sænski Måns Zelmerlöw, sem sigraði í Eurovision árið 2015, var gestur Söngvakeppninnar í ár og var auk þess í dómnefnd. Hann flutti sigurlag sitt, „Heroes“ af miklum glæsibrag.
11.03.2017 - 23:00

Paper verður framlag Íslands í Eurovision

Svala Björgvinsdóttir sigraði í Söngvakeppninni 2017 með laginu Paper og verður því fulltrúi Íslands í Eurovision söngvakeppninni í Úkraínu í maí. Eftir að síma- og dómnefndaratkvæði höfðu verið talin voru Paper og lagið Is This Love, með Daða Frey...
11.03.2017 - 22:49

Svala og Daði Freyr í einvígið

Lögin Paper og Is This Love? fengu flest stig samanlagt frá dómnefnd og símaatvæðum og munu því keppa sín á milli um sigur í Söngvakeppninni 2017.
11.03.2017 - 22:13

Alexander Rybak kom óvænt og flutti Fairytale

Norski söngvarinn og fiðluleikarinn Alexander Rybak var leynigestur Söngvakeppninnar í kvöld. Hann mætti á svið og flutti lagið Fairytale, sem sigraði í Eurovision árið 2009.
11.03.2017 - 21:43

Söngvakeppnin 2017: Úrslit – öll lögin

Bein útsending frá úrslitum Söngvakeppninnar 2017 í Laugardalshöll. Í kvöld ræðst hvaða lag, af þeim sjö sem komust í úrslit, fer fyrir Íslands hönd í Eurovision í Úkraínu.
11.03.2017 - 19:25

Söngvakeppnin: Myndir frá lokaæfingunni

Mikil spenna ríkir fyrir úrslitakvöldi Söngvakeppninnar sem fram fer í Laugardalshöll í kvöld. Í dag fór fram lokaæfing fyrir framan fullan sal af áhorfendum. Bein útsending frá keppninni hefst á RÚV kl. 19.45.
11.03.2017 - 19:06

Tvö af lögunum með tónlistarmyndband á ensku

Sjö lög keppast um það í kvöld að verða framlag Íslands í Eurovision í Kænugarði í vor. Aðeins tvö af lögunum eru þegar komin með tónlistarmyndband við lagið á ensku: Svala Björgvinsdóttir með Paper og Aron Hannes með Tonight.
11.03.2017 - 10:55

Måns opnar sig um garðyrkju og nektarmyndir

Sigurvegari Eurovision 2015, Måns Zelmerlöv hitti einn sinn heitasta aðdáanda, Berglindi Festival og ræddi við hana um nektarmyndatökur, garðyrkju og svitabletti.
10.03.2017 - 21:42

Alþjóðleg dómnefnd í Söngvakeppninni

Nýtt dómnefndarfyrirkomulag verður í úrslitum Söngvakeppninnar, sem fram fara í Laugardalshöll á laugardagskvöld. Sjö manna dómnefnd frá fimm löndum og símaatkvæði landsmanna ráða því hvaða tvö lög komast í einvígið en þar ráðast úrslit eingöngu með...
10.03.2017 - 13:19

Keppnin ekki verið jafn sterk í mörg ár

„Keppnin í ár er mjög sterk. Hún hefur ekki verið svona sterk í mörg ár. Manni er nánast alveg sama hver vinnur á morgun; öll lögin eru mjög góð,“ segir Laufey Helga Guðmundsdóttir, í Félagi áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva (...
10.03.2017 - 09:52

„Söngvakeppnin breytti lífi mínu“ - Viðtal

Sjö manna alþjóðleg dómnefnd kemur til með að velja framlag Íslands til söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á laugardaginn kemur, til móts við áhorfendur. Måns Zelmerlöw, sem sigraði keppnina fyrir tveimur árum, er einn þeirra sem dómnefndina...
09.03.2017 - 20:00