Nígería

Rændu áhöfn þýsks flutningaskips

Átta manna áhöfn þýska flutningaskipsins BBC Caribbean er í haldi mannræningja, sem réðust um borð í skipið þegar það var á siglingu undan ströndum Nígeríu fyrir nokkrum dögum. Ekkert er vitað um skipverjana, sjö Rússa og Úkraínumann, þar sem...
08.02.2017 - 16:41

Telja að 170 hafi fallið í Nígeríu

Samtökin Læknar án landamæra óttast að 170 hafi fallið þegar flugvél frá nígeríska flughernum gerði loftárás fyrir mistök á flóttamannabúðir í Borno-ríki í norðausturhluta Nígeríu fyrr í vikunni. Fólk sem hafðist þar við hafði hrakist að heiman...
20.01.2017 - 11:48

Mistök flugmanns urðu tugum að bana

Tugir almennra borgara féllu í loftárás sem gerð var fyrir mistök í Norðaustur-Nígeríu í dag. Nígerísk herflugvél varpaði sprengjum á flóttamannabúðir í Borno-ríki, þar sem fólk hefst við sem hrakist hefur á flótta undan vígasamtökunum Boko Haram...
17.01.2017 - 18:04

Nígería: Efnahagskreppa, hryðjuverk og skærur

Nígería er fjölmennasta og eitt mikilvægasta ríki Afríku en á í verulegum þrengingum. Í norðurhlutanum hafa milljónir hrakist á flótta vegna þurrka, uppskerubrests og hernaðarátaka. Íbúar í suðausturhluta landsins krefjast sjálfstæðs ríkis. Við hina...
11.01.2017 - 19:12

Chibok stúlkur halda jólin heima

21 Chibok stúlknanna sem sleppt var úr gíslingu hryðjuverkasamtakanna Boko Haram í Nígeríu í október fengu að njóta jólanna með fjölskyldum sínum. Þetta er í fyrsta sinn sem þær snúa til síns heima eftir að þeim var rænt úr skóla í Chibok í apríl...
25.12.2016 - 04:51

Vígamenn Boko Haram brotnir á bak aftur

Eftir margra mánaða baráttu hefur stjórnarhernum í Nígeríu tekist að ganga milli bols og höfuðs á vígasveitum Boko Haram hryðjuverkasamtakanna sem höfðust við í Sambisa skógi í héraðinu Borno í norðausturhluta landsins. Þetta kemur fram í...
24.12.2016 - 12:39

Ungum stúlkum beitt í hryðjuverkaárás

Yfirvöld í Nígeríu segja að hryðjuverkamenn hafi beitt tveimur ungum stúlkum til sjálfsmorðsárása í borginni Maiduguri í gær. Stúlkurnar eru sagðar hafa verið sjö eða átta ára gamlar. Einn lést og átján særðust í árásinni sem gerð var á markaði.
12.12.2016 - 05:15

Tugir létust er kirkja hrundi í Nígeríu

Að minnsta kosti 60 létust þegar kirkja hrundi í borginni Uyo í Nígeríu í dag. Að sögn yfirvalda hrundi kirkjan til grunna þegar verið var að vígja prest hennar til biskups. CNN fréttastofan segir engar upplýsingar hafa borist um ástæðu hruns...
11.12.2016 - 00:48

Hálf milljón barna í hættu í Nígeríu

Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, hefur tekist að koma 131 þúsund vannærðum börnum í Nígeríu til hjálpar. Hungursneyð vofir yfir, þar sem um 500 þúsund börn eru í hættu í norðausturhluta Nígeríu og nágrannaríkjum vegna hernaðar íslömsku...
22.11.2016 - 13:13

Efnahagssamdráttur í Nígeríu

Töluverður efnahagssamdráttur varð í Nígeríu á þriðja fjórðungi ársins, meðal annars vegna lækkunar á heimsmarkaðsverði olíu síðastliðin misseri og stöðugra skemmdarverka uppreisnarmanna á olíuleiðslur í suðurhluta landsins. Í frétt frá hagstofunni...
21.11.2016 - 11:42

Nígería: Hungurdauði vofir yfir 75.000 börnum

Um 75.000 börn í norðausturhéruðum Nígeríu eiga á hættu að deyja hungurdauða á allra næstu mánuðum, segir Peter Lundberg, yfirmaður neyðarhjálpar Sameinuðu þjóðanna. Lundberg segir um 14 milljónir manna þurfa á neyðaraðstoð að halda eftir margra ára...
16.11.2016 - 06:19

200 flóttamenn í Nígeríu dáið úr hungri

Nærri tvö hundruð flóttamenn hafa soltið til dauða á flótta sínum undan Boko Haram í Nígeríu síðastliðinn mánuð. Þetta fullyrða Læknar án landamæra. Alvarlegt neyðarástand er yfirvofandi í flóttamannabúðum sem samtökin heimsóttu.
23.06.2016 - 06:57

Nígeríuher sakaður um fjöldamorð

Mannréttindasamtökin Amnesty International saka nígeríska herinn um að hafa myrt um 350 almenna borgara í desember í fyrra. Fólkið hafi verið skotið til bana eða brennt lifandi og það síðan grafið í fjöldagröf.
22.04.2016 - 12:28

Boko Haram birtir myndband af skólastúlkum

Vígahreyfingin Boko Haram sendi stjórnvöldum myndband í kvöld til sönnunar um að einhverjar skólastúlknanna sem rænt var úr bænum Chibok fyrir tveimur árum séu enn á lífi. 15 stúlkur, klæddar svörtum kuflum, gera grein fyrir sér og hafa foreldrar...
14.04.2016 - 03:06

Gríðarlegur fjárdráttur í nígeríska hernum

Fyrrverandi hershöfðingi í flughernum í Nígeríu, Alex Badeh að nafni, hefur verið ákærður fyrir að draga sér jafnvirði 2,6 milljarða króna. Ákæran er í tíu liðum. Fyrir peningana keypti hann meðal annars herragarð í höfuðborginni Abuja.
07.03.2016 - 16:31