Manndráp í Mosfellsdal

Árásarmennirnir lausir úr einangrun

Sveinn Gestur Tryggvason og Jón Trausti Lútherson, sem eru grunaðir um manndráp í Mosfellsdal, voru í dag úrskurðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 21. júlí. Þeir eru þó báðir lausir úr einangrun sem þeir voru látnir sæta. Lögreglan telur að þeir...

Fara mjög líklega fram á lengra gæsluvarðhald

Mennirnir tveir sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna manndráps í Mosfellsdal fyrir tveimur vikum verða yfirheyrðir á morgun. Að því loknu mun lögregla ákveða hvort farið verður fram á framlengingu á gæsluvarðhaldinu yfir þeim, sem rennur annars út á...

Vona að málið skýrist frekar um miðja viku

Um miðja viku er von er á niðurstöðum blóðrannsókna úr manndrápsmálinu í Mosfellsdal. Lögregla vonar að þau gögn geti varpað frekara ljósi á það hvert var banamein Arnars Jónssonar Aspar, sem lést eftir átök við heimili sitt að Æsustöðum...

„Ekki grunuð um aðild að manndrápinu sjálfu“

„Það má segja þau séu ekki grunuð um aðild að manndrápinu sjálfu en þau eru enn með réttarstöðu sakborninga,“ segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn um fjórmenningana sem sleppt var úr gæsluvarðhaldi í dag. Fólkið, þrír karlar og ein kona, höfðu...

Fjórum sakborningum sleppt úr haldi

Fjórum þeirra sem setið hafa í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á manndrápi í Mosfellsdal var sleppt úr haldi nú eftir hádegi. Þar á meðal eru bræðurnir Rafal og Marcin Nabakowski. Þetta staðfesta verjendur fjórmenninganna. Ákveðið var að sleppa þeim...

Um tugur vitna hefur gefið skýrslu

Ekkert nýtt hefur komið út úr yfirheyrslum lögreglu yfir fimm menningunum sem sitja í gæsluvarðhaldi fyrir manndráp í Mosfellsdal um liðna helgi. Þetta segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu.
14.06.2017 - 21:23

Sexmenningarnir yfirheyrðir fram eftir degi

Lögregla hóf í morgun að yfirheyra fólkið sem situr inni vegna manndráps í Mosfellsdal í miðri viku. Búist er við því að yfirheyrslurnar muni standa fram eftir degi hið minnsta, að sögn Gríms Grímssonar yfirlögregluþjóns. Ekki er útlit fyrir að...

Tveir menn áttu mestan þátt í árásinni

Lögregla hefur nokkuð skýra mynd af því sem gerðist þegar maður lést eftir líkamsárás í Mosfellsdal á miðvikudagskvöld. Þáttur tveggja manna í árásinni er talinn mun meiri en annarra sem hafa verið handteknir. Lögregla segir ekki útilokað, að fólkið...

Þáttur sakborninganna sex mjög misjafn

Sexmenningarnir sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á manndrápi í Mosfellsdal á miðvikudagskvöld eru taldir hafa átt mjög misjafnan þátt í ofbeldinu sem leiddi til dauða mannsins. Heimildir fréttastofu herma að tveir hafi gengið harðast fram...

Eiga yfir höfði sér allt að ævilangt fangelsi

Mannslátið í Mosfellsdal á miðvikudagskvöld er rannsakað sem brot á 211. grein almennra hegningarlaga, sem kveður á um manndráp af ásetningi. Viðurlögin eru allt að ævilangt fangelsi. Flestir verjenda sakborninganna sex hafa ákveðið að kæra ekki...

Rannsókn lögreglu komin á fullt

Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að næstu skref lögreglunnar við rannsókn manndrápsins í Mosfellsdal séu að fá heildarsýn yfir öll gögn málsins og mögulega fari einhverjar frekari yfirheyrslur fram í dag...

Einhverju nær um dánarorsök

Krufning hefur farið fram á manninum sem drepinn var í Mosfellsdal í gærkvöldi og að sögn Gríms Grímssonar yfirlögregluþjóns er lögreglan einhverju nær um dánarorsok þótt hún liggi ekki endanlega fyrir. Hann vill ekki fara nánar út í hana að svo...

Fimm úrskurðaðir í gæsluvarðhald

Fimm hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna manndrápsins í Mosfellsdal í gærkvöldi. Enn hefur ekki verið úrskurðað í gæsluvarðhaldskröfu þess sjötta sem var handtekinn. Lögreglan gerði kröfu á að allir hinna handteknu yrðu úrskurðaðir í...

Öll sex úrskurðuð í gæsluvarðhald

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað öll sex, sem handtekinn voru í tengslum við rannsókn á manndrápi í Mosfellsdal í gær, í gæsluvarðhald. Karlmennirnir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 23. júní en konan í gæsluvarðhald til 16. júní....

Jón Trausti í gæsluvarðhald til 23. júní

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað Jón Trausta Lúthersson og einn annan mann í gæsluvarðhald til 23. júní. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór fram á að allt fólkið sem handtekið var, í tengslum við rannsókn á manndráp í Mosfellsdal gærkvöld,...