jarðskjálfti

Minnst 273 dóu í skjálftanum í Mexíkó

Hrikalegar afleiðingar jarðskjálftans sem skók Mexíkóborg og nærliggjandi héruð á þriðjudag koma æ betur í ljós. Staðfest dauðsföll eru orðin 273, þúsundir misstu heimili sín í hamförunum og þótt björgunarstarf standi enn yfir fer vonin um að fleiri...
22.09.2017 - 05:54

Tveir stórir skjálftar í Bárðarbungu

Tveir stórir skjálftar mældust í Bárðarbungu með þriggja mínútna millibili þegar klukkuna vantaði um stundarfjórðung í tvö í nótt. Sá fyrri var 3,8 að stærð og sá síðari var 4,2.  
27.08.2017 - 08:54

Mannskæður jarðskjálfti á Eyjahafi

Tveir ferðamenn létust á grísku eyjunni Kos eftir jarðskjálfta af stærðinni 6,7 sem átti upptök sín þar nærri. Að sögn yfirvalda var annar þeirra sænskur en hinn tyrkneskur. Skjálftamiðjan var í hafinu, rúmum tíu kílómetrum suður af tyrkneska...
21.07.2017 - 00:39

Jarðskjálfti í Kötluöskjunni í Mýr­dals­jökli

Jarðskjálfti 3,3 að stærð mældist í Kötluöskjunni í Mýrdalsjökli rétt upp úr klukkan 19:00 í kvöld. Lítilsháttar skjálftavirkni hefur síðan mælst í kvöld. Þrír eða fjórir minni skjálftar hafa gert vart við sig. Sérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands...
15.07.2017 - 20:33

Stærsti skjálfti á Suðurlandi síðan 2008

Langt er síðan skjálfti varð svona austarlega í brotabeltinu á Suðurlandi, segir Kristín Jónsdóttir, jarðskálftafræðingur á Veðurstofu Íslands um skjálftann í dag, sem mældist 4,5 að stærð. Hann er sá stærsti á Suðurlandi síðan 2008. Aðspurð hvort...
06.05.2017 - 19:43

Hélt að Hekla væri að bæra á sér

„Þegar þetta var gengið yfir, þá var það fyrsta sem ég gerði að líta út og athuga hvort Hekla væri að bæra á sér,“ segir Svanhildur Skúladóttur, sem fann vel fyrir skjálftanum sem skók Suðurland í dag. Skjálftinn var 4,5 að stærð og er stærsti...
06.05.2017 - 19:15

Öflugur skjálfti í Chile í kvöld

Öflugur jarðskjálfti, 7,1 að stærð, varð í kvöld í miðhluta Chile. Upptökin voru undan strönd ferðamannabæjarins Valparaiso, á um það bil 9,8 kílómetra dýpi. Fólk sem býr í grennd við upptökin var hvatt til að forða sér ef flóðbylgja skyldi myndast.
24.04.2017 - 22:20

Þrír snarpir skjálftar á Filippseyjum

Þrír jarðskjálftar að stærðinni 5,9, 5,7 og 5 riðu yfir með skömmu millibili á Filippseyjum í dag. Upptök þeirra allra voru á Luzon eyju, rúmlega eitt hundrað kílómetra sunnan við höfuðborgina Manila. Fréttir hafa enn ekki borist af skemmdum eða...
08.04.2017 - 10:20

Skjálftahrina í Bárðarbungu í morgun

Fimm jarðskjálftar stærri en 3,0 hafa orðið nálægt Bárðarbungu í Vatnajökli í morgun. Fyrsti skjálftinn, 4,1 að stærð varð 7 kílómetra norður af Bárðarbungu rétt fyrir klukkan níu í morgun, og í kjölfarið hafa fylgt nokkrir minni skjálftar.
01.03.2017 - 10:27

3,1 jarðskjálfti í Kötluöskju

Jarðskjálfti af stærðinni 3,1 mældist skömmu fyrir hádegi í dag í norðanverðri Kötluöskjunni. Nokkir minni eftirskjálftar fylgdu. Sá stærsti var 2,4. Í gærkvöldi kl. 18:14 mældist jarðskjálfti sem var 3,3 að stærð í norðaustanverðri Kötluöskjunni,...
24.01.2017 - 15:58

Ekki tengsl milli þriggja stórra skjálfta

Jarðskjálfti af stærðinni 3,5 varð í morgun í Kötluöskjunni undir Mýrdalsjökli. Jarðeðlisfræðingur Veðurstofunnar telur að skjálftinn tengist ekki skjálftum sem urðu í Hrómundartindi og í Bárðarbungu í gær. 
05.01.2017 - 12:27

Öflugur jarðskjálfti nærri Fídjí

Jarðskjálfti af stærðinni 7,2 varð um 200 kílómetrum suðvestur af Fídjí í Kyrrahafinu í kvöld. Skjálftinn var grunnur og var gefin út flóðbylgjuviðvörun í 300 kílómetra radíus. Viðvörunin var síðar afturkölluð. Að sögn AFP fréttastofunnar fundu...
04.01.2017 - 01:36

Háhýsi hristust í skjálfta í Japan

Jarðskjálfti af stærðinni 6,3 reið yfir Japan í dag. Upptökin voru á tíu kílómetra dýpi, um átján kílómetra norðnorðaustan við borgina Daigo. Ekki var talin ástæða til að gefa út flóðbylgjuviðvörun vegna skjálftans.
28.12.2016 - 17:49

Skjálfti í Kötlu mældist 3,3

Stundarfjórðungi fyrir fimm mældist jarðskjálfti af stærð 3,3 í norðanverðri Kötluöskjunni. Skjálftinn var partur af smá hrinu sem varði í um 30 mínútur að því er vakthafandi jarðvísindamaður Veðurstofunnar skrifar á vef hennar.
17.12.2016 - 18:15

Myndskeið: Hátt í 100 fundist hafa látnir

Hátt í eitt hundrað hafa fundist látnir eftir jarðskjálfta í nótt í Aceh héraði í Indónesíu. Hundruð slösuðust í skjálftanum, að sögn talsmanns varnarmálaráðuneytis landsins. Skjálftinn var að stærðinni 6,5.
07.12.2016 - 10:17