Frakkland

Skógareldar breiða úr sér í Frakklandi

Hundruð slökkviliðsmanna berjast við að ráða niðurlögum mikilla skógarelda í suðurhluta Frakklands. Á eyjunni Korsíku breiðir eldurinn sig yfir 900 hektara landsvæði. Íbúar nærri Biguglia á norðausturströnd eyjunnar hafa orðið að flýja heimili sín...
25.07.2017 - 01:26

Skógarbirnir hrella franska bændur

Franskir bændur við Pýreneafjöll eru æfir yfir þeirri ákvörðun stjórnvalda að flytja skógarbirni nærri búsvæðum sínum. Yfir 200 ær hröpuðu til bana þegar þær hlupu fyrir björg af ótta við slíka skepnu um síðustu helgi.
24.07.2017 - 02:59

Sögulega rýr uppskera á vínekrum Frakklands

Vínunnendur mega búast við því að 2017 árgangur franskra vína verði fremur rýr. Snarpt kuldakast í vor varð til þess að uppskera vínberjabænda er sögulega lág, að sögn landbúnaðarráðuneyti Frakklands.
23.07.2017 - 06:50

Vinsældir Macron minnka

Vinsældum franska forsetans Emmanuels Macrons hrakaði um tíu prósentustig á milli mánaða, ef marka má könnun Ifop sem birt verður í frönskum fjölmiðlum í fyrramálið. Yfir helmingur Frakka styður þó forsetann, eða um 54 prósent.
23.07.2017 - 00:28

Loftslagsvísindamenn flykkjast til Frakklands

Hundruð loftslagsvísindamanna hafa sótt um vinnu í Frakklandi eftir ákall Emmanuels Macrons í síðasta mánuði. Á meðal vísindamannanna er fjöldi Bandaríkjamanna sem annað hvort misstu vinnuna eða vilja ekki vinna undir ríkisstjórn Donalds Trumps...
20.07.2017 - 06:41

Hluti neyðarlaga mögulega varanlegur

Öldungadeild franska þingsins samþykkti umdeild lög í kvöld. Amnesty og Mannréttindavaktin segja lögin harðneskjuleg en innanríkisráðherra segir þau nauðsynleg til þess að verjast sífelldri hryðjuverkaógn.
19.07.2017 - 01:44

Netanyahu minnist fórnarlamba í París

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, minntist þess í dag að 75 ár eru síðan 13 þúsund gyðingum var safnað saman í París og þeir sendir í útrýmingarbúðir nasista. Netanyahu er fyrsti ísraelski forsætisráðherrann sem kemur til Parísar til að...
16.07.2017 - 16:01

Flóttamenn fluttir af götum Parísar

Lögreglan í París kom yfir tvö þúsund flóttamönnum fyrir í tímabundnum flóttamannabúðum í íþróttahúsum borgarinnar í morgun. Fólkið hafði sofið á götum Parísar síðustu vikur við ömurlegar aðstæður. Hundruð þeirar höfðu sofið undir umferðarbrúm og...
08.07.2017 - 01:29

Banna sölu bensín- og dísilbíla 2040

Frakkar ætla að banna sölu bíla sem ganga fyrir bensíni og dísilolíu fyrir árið 2040. Nicolas Hulot orkumálaráðherra greindi frá þessu í dag þegar hann kynnti áætlun stjórnvalda um varnir gegn lofmengun. Samkvæmt henni ætla Frakkar að verða...
06.07.2017 - 14:15

Einn dó í skotárás í Toulouse

Einn lést og sex særðust, þar af tveir alvarlega, í skotárás í borginni Toulouse í Suður-Frakklandi í kvöld. Franskir fjölmiðlar greina frá því að byssumaður hafi komið aðvífandi á skellinöðru og hafið skothríð í La Reynerie-hverfinu í Toulouse um...
04.07.2017 - 02:27

Macron vill fækka þingmönnum um þriðjung

Frakklandsforseti leggur til að þingmönnum landsins verði fækkað um þriðjung. Alls eru 577 þingmenn á franska þinginu.
03.07.2017 - 15:57

Hamon hættur í Sósíalistaflokknum

Benoît Hamon, frambjóðandi Sósíalistaflokksins í frönsku forsetakosningunum í vor, er hættur í flokknum og hefur stofnað ný samtök sem ætlað er að reisa við laskaða vinstrihreyfingu landsins. Hamon, sem var nokkuð óvænt útnefndur forsetaframbjóðandi...
01.07.2017 - 23:33

Hluti Charles De Gaulle-flugvallar rýmdur

Átta flugferðum var aflýst og yfir 2.000 manns gert að yfirgefa eina flugstöð Charles De Gaulle-flugvallar í París í dag eftir að maður komst inn í flugstöðina án þess að fara í gegnum öryggisleit. Tuttugu ferðum til viðbótar var frestað vegna þessa...
01.07.2017 - 22:59

Marine Le Pen ákærð fyrir fjárdrátt

Marine Le Pen, þingmanni á Evrópuþinginu og leiðtoga frönsku Þjóðfylkingarinnar, var í dag birt ákæra fyrir fjárdrátt. Hún og flokkurinn eru sökuð um að hafa fengið greiddar milljónir evra úr sjóðum Evrópuþingsins fyrir að hafa haft fólk á launaskrá...
30.06.2017 - 18:43

Hugsanir Macrons of flóknar fyrir blaðamenn

Emmanuel Macron, forseti Frakklands ætlar ekki að halda blaðamannafund á þjóðhátíðardegi Frakka, Bastilludeginum 14. júlí eins og hefð er fyrir að forseti geri.  Heimildir Le Monde hjá embætti forsetans, sem Breska ríkisútvarpið BBC vitnar til,...
30.06.2017 - 09:49