Frakkland

Boðað til mótmæla um allt Frakkland

Næststærstu verkalýðssamtök Frakklands, CGT, blása til kröfugöngu og mótmælafunda á 180 stöðum í dag, þar sem fyrirhuguðum breytingum á vinnulöggjöf landsins verður mótmælt. Starfsfólk orkufyrirtækja, opinberra samgöngufyrirtækja, olíufyrirtækja og...
12.09.2017 - 05:39

Lögreglumaður skaut konu sína og tvö börn

Franskur lögreglumaður skaut konu sína og tvö ung börn til bana á járnbrautarpalli í bænum Noyon á laugardag. Síðan beindi hann byssunni að sjálfum sér og framdi sjálfsmorð. Nokkru áður hafði konan sagt honum að hún vildi skilnað. Frönsk...
11.09.2017 - 04:20

Macron hrapar í vinsældum

Aðeins 30 af hundraði franskra kjósenda eru ánægðir með störf forsetans hingað til, ef marka má niðurstöður könnunar YouGov sem birtar eru í dag. Vinsældum Emanuels Macrons hrakar aðra könnunina í röð, en 36 prósent kjósenda voru ánægð með störf...
04.09.2017 - 05:42

Eldingum sló á tónleikagesti í Frakklandi

Eldingum laust niður á gesti tónlistarhátíðar í Frakklandi í dag. 15 manns slösuðust af völdum eldinganna, þar af tveir alvarlega. Þrumuveðrið skall á í norðausturhluta landsins, þar sem alltaf eru líkur á slíku veðri á þessum árstíma.
03.09.2017 - 00:19

Annar handtekinn vegna hvarfs stúlku

Lögreglan í Frakklandi handtók í dag mann sem grunaður er um að tengjast hvarfi níu ára gamallar stúlku. Stúlkan hvarf sporlaust úr brúðkaupsveislu í austurhluta Frakklands um síðustu helgi. Annar maður var handtekinn vegna hvarfsins í gær.
01.09.2017 - 16:00

Þriggja ára dreng meinað að verða prinsessa

Ungur enskur drengur fékk afsökunarbeiðni frá Disneylandi í París eftir að hafa verið neitað um ákveðna þjónustu á hótelinu. Drengurinn, sem er þriggja ára gamall, vildi endilega fá prinsessumeðferð á hótelinu, sem honum var meinað vegna kyns.
31.08.2017 - 00:47

Meirihluti Frakka óánægður með Macron

Vinsældir Emmanuels Macron Frakklandsforseta fara ört minnkandi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Ifop gerði fyrir blaðið Journal du Dimanche. Samkvæmt henni eru nú aðeins 40 prósent franskra kjósenda nokkuð eða mjög ánægð með nýja forsetann. Það...

Forsetafrúin fær opinbert hlutverk

Brigitte Macron, eiginkona forseta Frakklands, fær opinbert hlutverk, að því er forsetaskrifstofan í París greindi frá í dag. Henni verður falið að vera fulltrúi Frakklands á opinberum vettvangi. Hún fær þó hvorki laun fyrir starfann né að ráða sér...
21.08.2017 - 13:21

Ekið á hóp fólks í Marseille

Einn er látinn og annar alvarlega slasaður eftir að bíl var ekið á hóp fólks á strætisvagnabiðstöð í Marseille í Frakklandi í dag. Bílstjórinn var handtekinn skömmu síðar. Ekki liggur fyrir hvort hann ók viljandi á fólkið eða missti stjórn á bílnum...
21.08.2017 - 09:57

Vígamenn snúa aftur til Frakklands

Fjölmargir franskir ríkisborgarar hafa barist við hlið hins svokallaða Íslamska ríkis og tvísýnt um hvernig frönsk stjórnvöld bregðast við þegar þeir koma aftur heim til Frakklands. Fréttastofa Reuters fjallar um þetta. Talið er að um 700 franskir...
06.08.2017 - 02:28

Franskur þingmaður kýldur á markaði

Ráðist var á þingmann í Frakklandi í dag. Þingmaðurinn er úr flokki Macrons, forseta landsins, og var staddur á markaði þegar hann var kýldur í andlitið. Þetta er í annað sinn á tveimur mánuðum sem kvenkyns þingmaður verður fyrir ámóta árás í...
30.07.2017 - 17:34

Unglingar handteknir vegna skógarelda

Franska lögreglan hefur handtekið tvo sextán ára pilta sem eru grunaðir um að vera valdir að skógareldunum í Suður-Frakklandi.
28.07.2017 - 10:45

Þúsundir berjast við elda við St. Tropez

Fjögur þúsund slökkviliðsmenn hafa í dag barist við kjarr- og skógarelda á St. Tropez-skaganum í Suður-Frakklandi. Þeir nota meðal annars nítján slökkviflugvélar í baráttunni við eldana. Tólf þúsund íbúar og ferðamenn hafa verið fluttir á brott...
26.07.2017 - 14:07

10.000 flúðu skógarelda í nótt

Um 10.000 manns þurftu að yfirgefa heimili sín í Suður-Frakklandi í nótt, vegna mikilla skógarelda sem þar brenna. Ástandið verið hvað verst á Korsíku, þar sem 1.800 hektarar skóglendis hafa orðið eldi að bráð í sumar. Í nótt blossaði svo upp...
26.07.2017 - 06:28

Skógareldar breiða úr sér í Frakklandi

Hundruð slökkviliðsmanna berjast við að ráða niðurlögum mikilla skógarelda í suðurhluta Frakklands. Á eyjunni Korsíku breiðir eldurinn sig yfir 900 hektara landsvæði. Íbúar nærri Biguglia á norðausturströnd eyjunnar hafa orðið að flýja heimili sín...
25.07.2017 - 01:26