forsetaframboð

Forsetinn þarf að búa að reynslu

Davíð Oddsson segir þýðingarmikið að sá sem gegni embætti forseta Íslands sé maður með reynslu og kunni til verka, „en ekki menn sem hvergi hafa komið að ákvörðun á neinu - nema fyrir sjálfan sig. Og ég tala nú ekki um menn sem að ekki vilja kannast...

Forsetinn verji hagsmuni almennings

„Ég vona það, kjósendur góðir, að þið ætlið ekki að fara að kjósa mann á Bessastaði sem verður múlbundinn. Ég vona að þið ætlið að kjósið mann sem ætlar að tjá sig um það sem að varðar ykkur og afkomu ykkar í landinu. Það er það sem að forsetinn á...

Forsetinn á ekki að vera í fílabeinsturni

„Ég sé það þannig að forseti eigi ekki að vera í einhverjum fílabeinsturni á Bessastöðum,“ sagði Hildur Þórðardóttir, forsetaframbjóðandi, á Morgunvaktinni á Rás 1. Hún segir að forsetinn eigi að vera úti á meðal fólksins, hann eigi að heimsækja...

Forsetinn sé hugsjónamanneskja

„Ég vil endilega sjá hugsjónarmanneskju í þessu starfi,“ sagði Guðrún Margrét Pálsdóttir, forsetaframbjóðandi á Morgunvaktinni á Rás 1. „Ég trúi því að ég eigi erindi í embættið og að þau gildi sem ég vil standa fyrir séu mikilvæg í þjóðfélagi okkar...

Forsetinn á að vera hvunndagsmanneskja

„Auðvitað er það hið besta mál að einhverstaðar sé manneskja sem við getum öll litið upp til og að hún sé svo hryllilega vel kostum búin að við getum varla andað í návist hennar. En það er ekkert hollt. Ég held að forseti Íslands ætti að vera...

Guðni enn með mest fylgi en aðrir sækja á

Guðni Th. Jóhannesson mælist með mest fylgi forsetaframbjóðenda í nýrri könnun Maskínu eða 59,1%. Könnunin fór fram dagana 20. til 27. maí. Það er nokkru minna fylgi en í síðustu könnun Maskínu en þá mældist Guðni með 67,2%, dagana 10.-13. maí.
27.05.2016 - 16:43

Forsetinn á að vera fyrirliði

Frambjóðandinn Halla Tómasdóttir telur að forseti Íslands eigi að vera fyrirliði. „Við þurfum fyrirliða, manneskju sem virkjar aðra með sér, hjálpar okkur að mála framtíðarsýn, leggur grunngildi, heldur þeim á loft og virkjar sem flesta í að skapa...

Forsetinn á að vera boðberi friðar

Frambjóðandinn Ástþór Magnússon telur að forseti Íslands geti verið boðberi friðar í heiminum: „Hann getur orðið mjög mikilvægur boðberi friðar - og einmitt vegna smæðar okkar þá er hann svo áhrifamikill, vegna þess að þá þarf hann ekki að tengjast...

Forsetinn á að vera ópólitískur

Frambjóðandinn Guðni Th. Jóhannesson segir það skipta miklu máli að forseti Íslands sé ópólitískur og standi utan fylkinga. Mikilvægt sé að forsetinn eigi sér ekki óskastjórn eða flokk. „Það er ekki þar með sagt að forseti sé skoðanalaus eða veikur...

Forsetinn á að vera viti

Frambjóðandinn Andri Snær Magnason segir það sé hlutverk forseta Íslands að halda ákveðnum gildum á lofti. Andri Snær líkir forseta Íslands við vita: „Hann heldur á lofti ákveðnum gildum, hvernig sem viðrar og hvernig sem pólitíkin sveiflast, og hún...

Magnús Ingi hættur við forsetaframboð

Magnús Ingi Magnússon, kenndur við Texasborgara, er hættur við forsetaframboð. Hann tilkynnti þetta á Facebook í kvöld. Hann segir að nokkuð vanti upp á að hann nái tilskildum fjölda meðmælenda, helst á Norðurlandi og Austurlandi.
17.05.2016 - 22:10

Fylgi Davíðs nær út fyrir flokkslínur

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir að spurningin um hvort hann styðji Davíð Oddsson í embætti forseta svari sér sjálf. Hann trúir því að Davíð njóti stuðnings langt út fyrir flokkslínur.
08.05.2016 - 14:20

Heimir hættir við framboð

Heimir Örn Hólmarsson sem tillkynnti fyrr í vor að hann ætlaði að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands hefur dregið framboð sitt til baka. Hann segir í yfirlýsingu að ljósi framboðs sitjandi forseta, Ólafs Ragnars Grímssonar, hafi hann...
20.04.2016 - 07:50

Magnús býður sig fram

Magnús Ingi Magnús­son veit­ingamaður hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta Íslands. Hann segist myndu verða jákvæður forseti og almúgamaður.

Náttúrufegurð orðin þungavigtar efnahagsafl

Stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands virðist vera hugmynd hvers tími er kominn. Tímamóta viljayfirlýsing náttúruverndarhreyfingarinnar, útivistarsamtaka og Samtaka ferðaþjónustunnar um málið var kynnt nýlega. Aukning þjóðartekna af hraðvaxandi...