Fornleifarannsóknir

Frumbyggjar komu mun fyrr en áður var talið

Fornleifafræðingar í Ástralíu uppgötvuðu nýverið vísbendingar um að ástralskir frumbyggjar hafi komið mun fyrr til álfunnar er áður var talið. Þetta segir í frétt breska ríkisútvarpsins, BBC. Í norðanverðri álfunni fundust fornmunir sem taldir eru...
20.07.2017 - 02:04

Öll kumlin verið rænd með skipulögðum hætti

Uppgröfturinn á Dysnesi við Eyjafjörð mun varpa ljósi á af hverju og hvernig kuml voru rofin af mannavöldum og þau rænd. Fornleifaræðingur sem stýrir rannsókninni segir að átt hafi verið við öll kumlin þar á einhverjum tímapunkti. Það hafi verið...
11.07.2017 - 14:47

Norrænar byggðir á Grænlandi á heimsminjaskrá

Landnámsvæði norrænna manna á sunnanverðu Grænlandi hefur verið bætt á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO.  Heimsminjanefnd UNESCO þingar nú í Krakow í Póllandi og er búist við að 26 nýjum stöðum verði bætt á...

24 verkefni styrkt úr fornminjasjóði

Tæpum 45 milljónum króna hefur verið úthlutað úr fornminjasjóði til 24 verkefna víða um land á þessu ári. Alls bárust sjóðnum 50 umsóknir vegna verkefna árið 2017.
27.03.2017 - 15:59

Heilleg skipsflök finnast á botni Svartahafs

Yfir fjörutíu skip fundust á botni Svartahafs í leiðangri fornleifafræðinga. Sum skipanna eru yfir þúsund ára gömul. Flökin eru mjög heilleg og gætu mikil verðmæti verið um borð.
12.11.2016 - 08:12

Hofstaðir metnir á 290 milljónir króna

Jörðin Hofstaðir í Mývatnssveit er metin á 290 milljónir króna. Þetta kemur fram í matsskýrslu frá Ríkiseignum vegna óska Skútustaðahrepps um kaup á jörðinni. Ríkisstjórnin hefur lagt til að jörðin verði ekki seld í bráð.
02.11.2016 - 14:48

Fundu silfurhring við uppgröftinn í Stöð

„Haldið þið ekki að stelpan hafi fundið silfurhring í fornleifauppgreftrinum í Stöð í gær!“ Þetta skrifar Rannveig Þórhallsdóttir, nemi í fornleifafræði, á Facebookvegginn hjá sér í gærkvöld. Uppgreftrinum er að ljúka þetta sumarið.
09.09.2016 - 13:54

Vísbendingar um byggð frá því fyrir landnám

Rannsóknir á fornum húsarústum við bæinn Stöð í Stöðvarfirði benda til að þær séu frá því snemma á níundu öld. Hugsanlega hafi staðið þar landnámsbær eða útstöð frá Skandinavíu þar sem fólk dvaldi áður en eiginlegt landnám hófst.
19.08.2016 - 19:44

Minjar eftir norræna menn á Nýfundnalandi

Fornleifafræðingar hafa fundið minjar eftir norræna menn á Point Rosee, suðausturodda Nýfundnalands. Fornminjarnar fundust með aðstoð mynda sem teknar voru úr gervihnetti og eru taldar vera leifar torfhúsa norrænna manna.
01.04.2016 - 14:24

Ummerki fyrstu stríðsátaka mannkyns fundin

Fórnarlömb fyrstu stríðsátaka mannkynssögunnar eru mögulega fundin í Kenýa. 10.000 ára gamlar líkamsleifar sýna áverka af völdum örva, barefla og hnífa úr steinum. Greint er frá þessu í nýjasta tímariti Nature.
21.01.2016 - 01:52

„Ekki fjarstæðukennd hugmynd“

„Það væri hægt að taka grunnmynd af verbúð og hlaða upp annarsstaðar með tilgátu um hvernig hún leit út og hæð á þaki,“ segir Ásta Hermannsdóttir, verkefnastjóri hjá Minjastofnun. „Þetta er ekki fjarstæðukennd hugmynd, en þetta er alltaf spurning um...
13.07.2015 - 11:57

Manngerður hellir frá því fyrir landnám

Hellir undir Eyjafjöllum var manngerður að hluta fyrir landnám það er um árið 800. Þetta sýnir rannsókn vestur-íslensks fornleifafræðings meðal annars á gjóskulögum við hellinn.
16.04.2015 - 19:50

Fundu líkamsleifar Cervantes

Spænskir fornleifafræðingar segjast hafa fundið jarðneskar leifar rithöfundarins Miguels de Cervantes, höfundar Don Kíkóta, í klausturkirkju í Madríd.
17.03.2015 - 11:44