bókmenntir

Söguleg skáldsaga um sekt

Bók vikunnar er Grámosinn glóir eftir Thor Vilhjálmsson sem kom út árið 1986. Á sunnudaginn ræðir Auður Aðalsteinsdóttir við dr. Margréti Eggertsdóttur rannsóknarprófwessor við stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Hauk Ingvarsson...
21.06.2017 - 17:12

Eins og Bítlarnir –Á réttum stað á réttum tíma

Guðrún Helgadóttir, rithöfundur, var útnefnd borgarlistamaður Reykjavíkur árið 2017, við athöfn í Höfða síðastliðinn laugardag. Hún segir heppni og tilviljanir hafa leikið stórt hlutverk í lífi sínu.
19.06.2017 - 16:30

Skilnaðir og sjálfsævisögur í sumarbókunum

Glæpasögur, ítalskar örlagasögur og sjálfsævisögulegar skáldsögur eru meðal þess sem mest ber á í sumarbókunum þetta árið. Minna er um nýjar útgáfur íslenskra unghöfunda en áður.
18.06.2017 - 13:30

Peyjar og pæjur í bókmenntum landans

Vestmanneyjar hafa orðið mörgum skáldum yrkisefni og hafa ljáð ýmsum bókmenntaverkum sögusvið, hvort sem um er að ræða efni byggt á hörðum heimildum eða hreinan skáldskap. Þó eru jafnan þrjár sögur sem gnæfa yfir aðrar þegar horft er til...
07.06.2017 - 16:27

Höfundur fastur í eigin ruglingslega handriti

Bókmenntagagnrýnandi Víðsjár segir góða kafla inn á milli í Musu eftir Sigurð Guðmundsson en heilt yfir reyni hún þó um of á þolinmæði lesenda. Ritstíflan sem bókin fjalli um endurspeglist í textanum sjálfum, sem hökti áfram, flatur og...
15.06.2017 - 09:20

Stal Bob Dylan Nóbelsræðunni?

Í ræðunni sem Bob Dylan sendi sænsku Nóbelsnefndinni þann 4. júní eyddi hann meðal annars talsverðu púðri í að fjalla um bókina Moby Dick eftir Herman Melville. Nú hafa komið upp grunsemdir um að Dylan hafi stolið köflum úr ræðunni um bókina af...
14.06.2017 - 16:58

Flateyjargáta til allra norrænu ríkisstöðvanna

Sjónvarpsþáttaröðin Flateyjargáta, sem gerð er eftir samnefndri sakamálasögu Viktors Arnars Ingólfssonar, verður sýnd á öllum norrænu ríkissjónvarpsstöðunum. Samningar um sýningarrétt hafa verið undirritaðir við YLE, SVT, NRK og DR. Sagafilm og...
13.06.2017 - 15:47

„Skömmin er hluti af mér“

Rithöfundurinn Karl Ove Knausgård olli fjaðrafoki í heimalandi sínu þegar sjálfsævisaga hans, Min kamp, kom út í sex bindum á árunum 2009-2011. Hann hefur brennt nokkrar brýr að baki sér, en sér ekki eftir ferðalaginu.
14.06.2017 - 10:10

... allt sem ég gerði, gerði ég úti í bláin,

segir Benedikt Gröndal í upphafi sjálfsævisögu sinnar Dægradvöl sem að þessu sinni er bók vikunnar. Þátturinn var áður á dagskrá  í janúar árið 2016 en segja má að sé við hæfi að rifja upp ævi Benedikts eins og honum segist frá henni sjálfum þegar...
12.06.2017 - 12:13

Það eru Sprungur víða og vellur upp úr

Nýlega sendi Jón Örn Loðmfjörð frá sér þriðju ljóðabók sína. Sprungur heitir hún og hennar hafði verið beðið nokkuð, því Jón Örn hefur á síðustu tveimur árum flutt mörg ljóða þessarar nýju bókar á ljóðakvöldum.
10.06.2017 - 10:07

Bókmenntirnar draga fortíðina upp á yfirborðið

Paulette Ramsey er fræðimaður á sviði bókmennta og tungumála og yfirmaður deildar erlendra tungumála við háskóla Vestur-Indía í Kingston á Jamaicu. Hún var ein þeirra fræðimanna sem hélt fyrirlestur á ráðstefnu um eyjar heimsins og bókmenntir þeirra...
10.06.2017 - 09:56

Ljóðskáld nenna ljóðrænum verkefnum

Þær Axîn Welat, Kristín Bjarnadóttir og Louise Halvardsson  og Anna Mattsson, úr skáldahópnum PoPP  (Poeter orkar Poetiska Projekt) verða í Norræna húsinu í kvöld klukkan átta með sitt skemmtilega prógramm Heim úr öllum áttum. Þær eru búnar að lesa...
07.06.2017 - 18:46

Sjón skilar handriti í framtíðarbókasafn

Skáldið Sjón hefur skilað framlagi sínu til Framtíðarbókasafnsins í Osló, þar sem verk 100 rithöfunda verða geymd ólesin til ársins 2114. Framtíðarbókasafnið er hugverk skosku listakonunnar Katie Paterson.
07.06.2017 - 18:03

Hinseginvæðir gagnkynhneigð

Bandaríski rithöfundurinn Wayne Koestenbaum var einn af aðalfyrirlesurum á ráðstefnunni NonfictionNOW um helgina. Honum hefur verið lýst sem „ómögulegu ástarbarni sem varð til í fyllerísþríkanti rithöfundanna Joan Didion, Rolands Barthes og Susan...
07.06.2017 - 17:04

Quidditch í raunheimum

Þó bókaflokkurinn um Harry Potter hafi sungið sitt síðasta þá lifir íþróttin Quidditch áfram, sem persónur sögunnar léku af miklum móð. Íþróttin hefur sprottið af síðum bókanna og haldin eru mót hér og þar í heiminum. Nú er komið að Íslendingum að...
07.06.2017 - 14:57