Mynd með færslu

Framarar með forystu í einvíginu

Fram og Haukar mætast öðru sinni í dag í undanúrslitaeinvíginu í Olísdeild kvenna. Framarar eru yfir í einvíginu eftir að hafa tryggt sér sigur með marki úr aukakasti þegar leiktíminn var liðinn.
23.04.2017 - 10:00
epa04063590 Cheyenne Woods of the USA reacts after winning the Australian Ladies Masters golf tournament at the Royal Pines Resort on the Gold Coast, Queensland, Australia, 09 February 2014.  EPA/DAVE HUNT AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT

„Ólafía er frábær golfari“

Cheyenne Woods, bandaríski atvinnukylfingurinn og náfrænka Tigers Woods, fer fögrum orðum um Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur og segir að hún sé frábær golfari. „Hún slær gríðarvel. En ég mundi segja að hún væri sterkust á flötinni. Hún æfir mikið pútt og vippur, ég hef séð það. Og það skilar sér.“
Memphis Grizzlies guard Mike Conley (11) reacts during the second half of Game 3 in the team's NBA basketball first-round playoff series against the San Antonio Spurs on Thursday, April 20, 2017, in Memphis, Tenn. (AP Photo/Brandon Dill)

Memphis jafnaði metin í framlengdum leik

Memphis Grizzlies jafnaði í nótt metin í einvígi sínu gegn San Antonio Spurs í 16 liða úrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta. Leikurinn var æsispennandi og úrslitin réðust ekki fyrr en í framlengingu. Það var spænski miðherjinn Marc Gasol sem skoraði síðustu stigin þegar hann kom Memphis yfir með skoti úr vítateignum þegar 0,7 sekúndur lifðu leiks. Lokatölur urðu 110-108 fyrir Memphis á heimavelli og staðan í einvíginu er nú 2-2. Vinna þarf fjóra leiki til að komast áfram í átta liða úrslit.
23.04.2017 - 08:52