Innlent

Framkvæmdastjóri Kjöríss segir sig úr flokknum

Valdimar Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Kjöríss, hefur sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum eftir að flokkurinn samþykkti að lækka tolla á innfluttan ís en hækka tolla á hráefni í tengslum við búvörusamninga. Hann óttast um framtíð fyrirtækisins vegna...
28.09.2016 - 19:47

25% hjúkrunarfræðinga á eftirlaun næstu 3 ár

Fjórði hver starfandi hjúkrunarfræðingur getur farið á eftirlaun eftir þrjú ár. Formaður félags þeirra segir þörf á samhentu átaki stjórnvalda og menntakerfisins því hjúkrunarfræðingaskortur sé stórt og mikið vandamál. 
28.09.2016 - 19:42

Mikilvæg samgöngubót í Eyjafirði

Í bígerð er að leggja sjö kílómetra langan hjólreiða- og göngustíg milli Akureyrar og Hrafnagils. Nauðsynlegt er talið að ná hjólandi og gangandi umferð af þjóðveginum um Eyjafjörð.
28.09.2016 - 19:41

Erlendur lagaprófessor efins um Bakkafrumvarp

Alþingismaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs segir að hollenskur lagaprófessor sem kom fyrir þingnefnd í dag vegna lagafrumvarps um raflínur að Bakka, hafi staðfest með afgerandi hætti að væntanleg lagasetning orki tvímælis á ýmsum sviðum.
28.09.2016 - 18:33

Stúdentar vilja afgreiðslu á LÍN-frumvarpi

Formenn félaga stúdenta í Háskóla Íslands, Háskólanum á Akureyri, Háskólanum í Reykjavík og Tækniskólanum skora á þingmenn stjórnarflokkanna og stjórnarandstöðunnar að klára frumvarp um námslán og námsstyrki á þessu þingi.
28.09.2016 - 18:31

Ljósin slökkt fyrir norðurljósin

Seltjarnarnes, Akureyri og Hafnarfjörður ætla að fylgja fordæmi Reykjavíkur og slökkva á götulýsingu milli klukkan 22 og 23 í kvöld svo norðurljósin geti notið sín sem best. Spáð er magnaðri norðurljósasýningu í kvöld og nótt.
28.09.2016 - 17:56

Beitti börnin sín grófu ofbeldi í nokkur ár

Móðir fimm barna hlaut eins og hálfs árs fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, fyrir langvarandi andlegt og líkamlegt ofbeldi gagnvart börnum sínum. Þá var hún dæmd til að greiða börnunum fjórar milljónir króna í miskabætur.
28.09.2016 - 17:39

Skuggakosningar 13. október

Kosið verður til Alþingis í 22 framhaldsskólum landsins 13. október. Opnaðar verða kjördeildir í skólunum og efnt til framboðsfunda með frambjóðendum. Um er að ræða skuggakosningar. Markmiðið er að efla lýðræðis- og kosningameðvitund ungmenna....
28.09.2016 - 16:39

Vantaði broddstafi - prófa samt

Menntamálastofnun hefur sent frá sér tilkynningu um að íslenskupróf í fjórða bekk verði með sama sniði og var í samræmdu könnunarprófi sjöundubekkinga í íslensku. Prófið var þreytt á tölvu og gátu sumir nemendur ekki ritað broddstafi í ritunarþætti...
28.09.2016 - 16:23

Tugum sagt upp hjá Arion banka

46 starfsmönnum Arion banka hefur verið sagt upp og hættir fólkið störfum í dag. Í tilkynningu frá bankanum kemur fram að 27 þeirra sem sagt var upp störfuðu í höfuðstöðvum bankans en 19 á öðrum starfsstöðvum. ​​​​​​​Vinnumálastofnun hefur verið...
28.09.2016 - 15:57

Vill setja skilyrði fyrir leyfisveitingu

Skipulagsstofnun telur að áformað 14.500 tonna laxeldi Fjarðalax og Arctic Seafarm í Patreksfirði og Tálknafirði muni ekki hafa veruleg neikvæð áhrif á siglingarleiðir eða aðra starfsemi í fjörðunum en telur að framkvæmdir muni hafa áhrif á ásýnd...
28.09.2016 - 15:51

Fjöldi ferðamanna hafi samfélagsleg áhrif

Fulltrúi í ferðamálaráði segir mikilvægt að líta til samfélagslegra áhrifa ferðaþjónustunnar, í ljósi umræðu um tekjur sveitarfélaganna af ferðamönnum. Aukin atvinnutækifæri í ferðaþjónustu laði ungt fólk aftur í heimahagana.
28.09.2016 - 15:02

Fimm farið til lækninga í útlöndum

Fimm hafa leitað sér lækninga erlendis eftir að lög um heilbrigðisþjónustu yfir landamæri voru samþykkt. Nokkur mál eru í vinnslu hjá Sjúkratryggingum Íslands sem sér um framkvæmdina.
28.09.2016 - 14:28

Flestir andvígir því að gefa trúfélögum lóðir

Meirihluti Íslendinga er andvígur því að trúfélög fái úthlutað ókeypis lóðum til byggingar trúarbygginga hjá sveitarfélögum. Um 76% reyndust vera andvíg og þar af 48,3% mjög andvíg. Þingflokkur Pírata hefur lagt fram frumvarp þess efnis að hætta að...
28.09.2016 - 13:51

Gefa 800 nemum í rafiðngreinum spjaldtölvur

Allir nemar í rafiðngreinum á landinu, samtals um 800 manns, fá gefins spjaldtölvur í haust frá Rafiðnaðarsambandi Íslands og Samtökum rafverktaka. Þannig á að tryggja að nemarnir geti nýtt sér allt kennsluefni á rafrænu formi og um leið að stuðla...
28.09.2016 - 13:23