Innlent

Herjólfur verður „plan B“ fyrir nýja Eyjaferju

Fjárlaganefnd Alþingis telur ekki rétt að selja Herjólf fyrr en reynsla verður komin á nýja Eyjaferju. Nefndin nefnir í áliti sínu að sérstaklega sé erfitt að spá fyrir um hve mikið þurfi að dýpka Landeyjahöfn. Að öðru leyti leggur nefndin blessun...
31.05.2016 - 23:37

8.795 yfirvinnutímar vegna leiðréttingarinnar

Starfsmenn ríkisskattstjóra unnu 8.795 yfirvinnutíma á árunum 2014 og 2015 vegna leiðréttingarinnar. 19 voru í fullu starfi þegar mest var en lengst af störfuðu 16 til 17 starfsmenn embættisins við framkvæmdina. Alls komu 90 starfsmenn að verkefninu...
31.05.2016 - 22:53

Floti Icelandair næstelstur

Flugvélafloti Icelandair er næstelstur af fimmtíu stærstu flugfélögum heims. Floti rúmenska flugfélagsins Blue Air er sá eini sem er eldri. Framkvæmdastjóri tæknisviðs Icelandair segir að samanburðurinn sé ekki endilega óheppilegur.
31.05.2016 - 22:35

Hvergerðingar fagna komu flóttamanna

Vonast er til fjörutíu manna hópur frá Sýrlandi, sem verið hefur í flóttamannabúðum í Líbanon, komi til landsins í september eða október. Helmingur þeirra fer til Reykjavíkur og um 20 til nágrannasveitarfélaganna Hveragerðis og Árborgar....
31.05.2016 - 22:17

Tróðu sér inn í búningsklefa með myndavél

Það komst í heimsfréttirnar þegar íslenska landsliðið í fótbolta komst í fyrsta skipti á EM eftir leik sinn gegn Kasakstan síðastliðið haust. Það sögulega augnablik er hins vegar lokahnykkurinn í heimildarmynd um landsliðið sem ber heitið; Jökullinn...
31.05.2016 - 20:46

Vill geta hjálpað öðrum í sömu stöðu

Isabel Alejandra Díaz út­skrifaðist úr Mennta­skól­an­um á Ísaf­irði á laug­ar­dag með hæstu ein­kunn allra nemenda í ís­lensku. Hún tók við sérstökum verðlaunum af því tilefni og skartaði íslenskum þjóðbúningi; 20. aldar upphlut sem hún saumaði og...
31.05.2016 - 20:44

Bregðast við aukinni umferð hjólreiðamanna

Samræma á merkingar á hjólreiðastígum á höfuðborgarsvæðinu til að bæta öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda. Til greina kemur að takmarka hraða hjóla á göngustígum. Hjólreiðamenn kalla eftir aukinni fræðslu og bættum hjólreiðastígum. Mestu máli...
31.05.2016 - 20:28

Segir Siðfræðistofnun ekki hafa leitað til sín

Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir og prófessor, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar fjölmiðla um umdeilda ígræðslu gervibarka sem hann tók þátt í á Erítreumanninum Andemariam Beyene fyrir fimm árum. Hann segir það ekki rétt hjá...
31.05.2016 - 20:17

Óttast að frumvarpið skerði jafnrétti til náms

Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, er efins um að þær breytingar sem boðaðar eru á námslánakerfinu í nýju frumvarpi, séu til þess fallnar að auka jafnrétti til náms. Þær geti komið ákveðnum nemendahópum illa; þeim sem ekki fara í...

Ökumanni var sama um líðan sjúklings

Lögreglan gagnrýnir í fréttatilkynningu ökumann sem sá sig knúinn til þess að lýsa furðu sinni á lögreglu fyrir að tefja för sína. Þetta gerðist í kvöld þegar lögreglan stjórnaði umferð eftir Kringlumýrarbraut og Miklubraut. Greiða þurfti leið...
31.05.2016 - 19:32

Farið yfir markaðsáherslur með húsbílaleigum

Forráðamenn Samtaka ferðaþjónustunnar, Íslandsstofu og fyrirtækja sem leigja út húsbíla hittust á fundi í dag. Þar fór Íslandsstofa yfir þær markaðsáherslur sem þar hafa verið lagðar í landkynningu og nauðsyn þess að brýna ferðamenn til að ganga vel...
31.05.2016 - 19:32

Meira af læknadópi á Litla-Hrauni

Fangar á Litla-Hrauni misnota meira af læknadópi en áður. Þetta segir forstöðumaður fangelsisins. Mikið eftirlit með lyfjum og fíkniefnum hafi hins vegar skilað árangri.
31.05.2016 - 19:26

SÍNE óttast að breytingar á LÍN letji til náms

Samband íslenskra námsmanna erlendis telur að fyrirhugaðar breytingar á námslánum geti latt fólk til náms og komi þeim best sem eru í foreldrahúsum. Frumvarp um námslán og námsstyrki var kynnt á Alþingi í gær. Samkvæmt því hækka vextir lána og...
31.05.2016 - 18:24

Nokkrir áhugasamir um að kaupa ÍNN

Ingva Hrafni Jónssyni, eiganda og sjónvarpsstjóra ÍNN, hefur ekki enn tekist að selja sjónvarpsstöð sína. ÍNN hefur verið til sölu í nærri fjóra mánuði. Ingvi Hrafn segir í samtali við fréttastofu að nokkrir aðilar hafi sýnt sjónvarpsstöðinni áhuga...
31.05.2016 - 17:36

Neitaði lögreglu í Borgarnesi um þvagsýni

Liðlega tvítugur karlmaður, sem var grunaður um fíkniefnaakstur sviptur ökuréttindum, neitaði að láta lögreglu í té þvagsýni eftir að laganna verðir höfðu afskipti af honum í Borgarnesi í apríl.
31.05.2016 - 17:25