Innlent

Héraðssaksóknari verður að eyða gögnum

Hæstiréttur vísaði í dag frá dómnum máli sem héraðssaksóknari höfðaði til að fá úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur felldan úr gildi. Héraðsdómur úrskurðaði um miðjan mánuðinn að héraðssaksóknari ætti að eyða afritum af rafrænum gögnum sem hald var lagt...
26.07.2016 - 17:32

Ungt barn brenndist illa á tjaldsvæði

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í morgun í Þjórsárdal til að flytja fjögurra mánaða gamalt barn á Landspítalann. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi var barnið með forráðamönnum á tjaldsvæði þegar heitt vatn helltist yfir það....
26.07.2016 - 17:10

Týr hjálpar skútu í vanda

Áströlsk skúta er í vanda um 180 sjómílur vestur af Garðskaga og er varðskipið Týr lagt af stað til hjálpar. Leki kom að skútunni sem nú er siglt undir eigin vélarafli til lands. Skipstjórinn sér þó ekki fram á að ná alla leið nema fá meira...
26.07.2016 - 17:02

Nær allur kvóti farinn frá Þorlákshöfn

HB Grandi hefur fest kaup á 1600 þorskígildistonna af Hafnarnesi VER í Þorlákshöfn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HB-Granda. Þá segir að ríflega helmingur aflaheimildanna sé þorski og félagið sé með þessum kaupum að tryggja afla til vinnslu á...
26.07.2016 - 16:50

„Eiðurinn“ á kvikmyndahátíðinni í Toronto

Nýjasta kvikmynd Baltasars Kormáks, Eiðurinn, verður heimsfrumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto í september. Hátíðin er ein sú virtasta sinnar tegundar í heiminum.
26.07.2016 - 16:31

Fjórir háskólar sækjast eftir lögreglunáminu

Fjórir háskólar tilkynntu Ríkiskaupum um þátttöku í auglýstu ferli um lögreglunám á háskólastigi. Þetta eru Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Bifröst og Háskólinn í Reykjavík.
26.07.2016 - 16:07

Farbann ekki framlengt í mansalsmáli

Ákveðið var að krefjast ekki áframhaldandi farbanns yfir manni frá Sri Lanka sem grunaður er um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun í Vík í Mýrdal. Farbann mannsins rann út í síðustu viku.
26.07.2016 - 15:48

„Æskilegt að menn komist að niðurstöðu“

Samtal milli stjórnarandstöðu og ríkisstjórnarinnar er nauðsynlegt til að hægt sé að finna hentuga dagsetningu fyrir Alþingiskosningar. Þetta segir forseti Alþingis. Hótanir stjórnarandstöðunnar um að tefja þingstörf með málþófi séu ekki vænlegar.
26.07.2016 - 15:38

Uxu foreldrum og forfeðrum yfir höfuð

Meðalkarlmaðurinn á Íslandi er tíu sentímetrum hærri nú en hann var fyrir hundrað árum. Konur hafa líka stækkað en ekki jafn mikið. Það er því kannski ekki að ástæðulausu að fólki finnist börn sín og barnabörn hafa vaxið sér yfir höfuð. Samkvæmt...
26.07.2016 - 14:42

Kjördag verður að ákveða fyrir 15. ágúst

Talsmenn stjórnarandstöðunnar segja að ekki sé hægt að hefja þingstörf að nýju eftir sumarfrí fyrr en fyrir liggi hvenær kosið verður í haust. Lesa megi út úr bréfi formanns Framsóknarflokksins að hann telji ekki ástæðu til að standa við gefin...
26.07.2016 - 14:11

Tjónatilkynningar vegna skýfalls

Um 30 tilkynningar hafa borist stóru tryggingafélögunum þremur vegna vatnstjóns í Reykjavík í gær. Sannkallað skýfall varð í höfuðborginni milli klukkan þrjú og fjögur síðdegis og hefur klukkustundarúrkoma í júli aldrei mælst meiri síðan mælingar...
26.07.2016 - 12:27

Verður lögga þrátt fyrir kæru

Lögfræðingur, sem hefur verið kærður fyrir að bera lögreglufulltrúa hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu röngum sökum, hefur verið ráðinn sem afleysingamaður hjá lögreglunni á Suðurlandi. Innanríkisráðuneytið þarf að finna löghæfan mann til að...
26.07.2016 - 12:17

Skjálftar ekki af völdum eldgoss í jöklinum

Tveir skjálftar stærri en þrír urðu í jarðskjálftahrinu í Kötluöskjunni í Mýrdalsjökli í nótt. Jarðhitavirkni undir jöklinum veldur skjálftunum en ekki eldvirkni. Afar grannt er fylgst með Múlakvísl en rafleiðni í henni nú er miklu minni en 2011...
26.07.2016 - 12:22

Skýrar reglur um útfararstyrk hjá Kópavogsbæ

Einstaklingar eiga ekki rétt á fjárhagsaðstoð frá Kópavogsbæ ef mánaðartekjur eru hærri en 218 þúsund krónur á mánuði. Þetta kemur fram í reglum um fjárhagsaðstoð hjá velferðarsviði Kópavogsbæjar.
26.07.2016 - 12:18

Grenlækur tekur vel við sér

Grenlækur í Vestur-Skaftafellssýslu er óðum að taka við sér. Orkustofnun veitti leyfi fyrir hálfum mánuði til að rjúfa varnargarða til að bregðast við bráðavanda en lækurinn var að þorna upp.
26.07.2016 - 12:00