Innlent

EM-æði hefur gripið um sig í Nýja Íslandi

Það er óhætt að segja að EM-æði hafi gripið um sig á Íslendingaslóðum í Kanada. Ástæða er að sjálfsögðu sigurganga Íslands á Evrópumóti karla í fótbolta.
30.06.2016 - 23:41

Sex mánaða fangelsi fyrir umferðarlagabrot

Karlmaður á þrítugsaldri var á mánudaginn dæmdur í sex mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir umferðarlagabrot við Héraðsdóm Austurlands. Maðurinn hefur verið ítrekað sviptur ökurétti en lögregla stöðvaði akstur hans austur Búðareyri á Reyðarfirði.
30.06.2016 - 23:05

Heildarveiðigjöld dragast saman um 40%

Tekjur ríkissjóðs af veiðigjöldum munu lækka um þrjá milljarða króna. Áætlað er að heildarveiðigjöld fyrir næsta fiskveiðiár dragist saman um tæp fjörutíu prósent, samkvæmt útreikningum veiðigjaldsnefndar. Formaður Samfylkingarinnar segir aðferðina...
30.06.2016 - 22:21

Lyfjafyrirtæki styrkja lækna

Á árinu 2015 veittu lyfjafyrirtæki 139 milljónum til heilbrigðisstofnana og heilbrigðisstarfsmanna hér á landi, þar af fóru 96 milljónir í verkefni tengd klínískum lyfjarannsóknum og þróun. Lyfjafyrirtækin vörðu 43 milljónum króna í annað, svo sem...
30.06.2016 - 21:21

Trump sendir ítrekun á íslenska þingmenn

Donald Trump, forsetaframbjóðanda Repúblikana í Bandaríkjunum, hefur sent ítrekun um fjárstyrk á í það minnsta einn íslenskan alþingismann. Trump gæti þó verið í vanda þar sem beiðni hans um styrk hefur verið kærð til Federal Elections Committee,...
30.06.2016 - 20:23

Grenlækur þornaður upp á löngum köflum

Grenlækur í Skaftárhreppi, skammt frá Kirkjubæjarklaustri, er þornaður upp á löngum köflum. Erlendur Björnsson, formaður Veiðifélags Grenlækjar, segir sárt að horfa upp á ána í þessu ástandi. „Þetta var einu sinni Grenlækur en er það ekki lengur.“...
30.06.2016 - 19:54

Vill stofna nútímalistasafn á Djúpavogi

Mikið stendur til í gömlu bræðslunni á Djúpavogi en myndlistamenn víðs vegar að úr heiminum hafa síðustu daga unnið að því að setja þar upp stóra sýningu. Sigurður Guðmundsson myndlistamaður vill að stofnað verði nútímalistasafn á staðnum og gaf...
30.06.2016 - 19:39

Laun ráðuneytisstjóra hækka um hátt í 40%

Laun ráðuneytisstjóra hækka nú um mánaðamótin um hátt í 40 prósent samkvæmt úrskurði kjararáðs fyrr í mánuðinum. Þeir fá greidda á hálfa milljón á mánuði fyrir fasta yfirvinnu, líka þegar þeir eru í sumarleyfi.
30.06.2016 - 18:57

Björgvin Unnar fær að fara heim

Það verður yndislegt að fá að upplifa venjulegan hversdag aftur, segir móðir nítján mánaða drengs sem hefur þurft að búa á Landspítalanum frá fæðingu. Hún fékk þær fréttir í dag að hann fær að flytja heim.
30.06.2016 - 18:33

Stal frá 365 og þremur bílum

Karlmaður á þrítugsaldri var í dag dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í sextán mánaða fangelsi fyrir fjölmörg brot. Hann hefur verið ítrekað dæmdur fyrir ýmis brot undanfarin ár þrátt fyrir ungan aldur. Frá árinu 2009 hefur maðurinn níu sinnum verið...
30.06.2016 - 17:17

Sjö vilja taka þátt í útboði Dýrafjarðarganga

Mikill áhugi var á forvali útboðs Dýrafjarðarganga. Sjö aðilar sendu inn gögn vegna forvalsins. Fjórir þeirra hafa áður grafið göng á Íslandi eða eru núna að vinna að því. Farið verður yfir gögn og niðurstaða um hvaða umsækjendur uppfylla sett...
30.06.2016 - 16:57

„Erum ekki eins öflug og fólk almennt heldur“

Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hefur þungar áhyggjur af manneklu og vanbúnaði hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Í yfirlýsingu frá sambandinu segir að félagsmenn finni fyrir auknu álagi og að ljóst sé að niðurskurður sé kominn...
30.06.2016 - 16:06

Burðardýr dæmt fyrir kókaínsmygl

Mexíkóskur karlmaður var í gær dæmdur við Héraðsdóm Reykjavíkur í tíu mánaða fangelsi fyrir smygl á samtals 371,34 grömmum af kókaíni.
30.06.2016 - 15:51

Guðni verður í áhorfendaskaranum í París

Guðni Th. Jóhannesson, nýkjörinn forseti Íslands, ætlar að vera innan um aðra stuðningsmenn íslenska knattspyrnulandsliðsins þegar það keppir við Frakka í París á sunnudaginn kemur.
30.06.2016 - 15:54

Óskýr verkaskipting fyrir langveik börn

Hafnarfjarðarbær kallar eftir skýrari verkaskiptingu í málefnum langveikra barna og skorar á heilbrigðisráðherra að flýta vinnu við að skýra aðkomu ríkis og sveitafélaga að þessum málaflokki. Ákallið kemur eftir að mál nítján mánaða langveiks drengs...
30.06.2016 - 15:46