Innlent

Haustak hættir í Fellabæ - 17 störf í hættu

Fiskþurrkunin Haustak ætlar ekki að halda áfram starfsemi í Fellabæ og svo gæti farið að 17 störf tapist á Fljótsdalshéraði. Framkvæmdastjórinn segir að samstöðu hafi skort hjá Austfirðingum um að halda stöðinni gangandi.
08.12.2016 - 13:28

Dýrafjarðargöng haldlaust loforð

Fyrrverandi þingmaður segir Dýrafjarðargöngin ítrekað notuð sem kosningarloforð, sem ekki væri efnt.  Á vormánuðum heyrðust efasemdarraddir um að ekki yrði ráðist í göngin sem innanríkisráðuneytið sá ástæðu til að bregðast við.
08.12.2016 - 13:07

Vonast eftir frekari viðsnúningi

Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri segir óljóst hver áhrif fjárlagafrumvarpsins verða á löggæslu í landinu. Hann vonast til að viðsnúningur sem orðið hefur eftir niðurskurðarskeið, haldi áfram.
08.12.2016 - 12:25

Þrír grunaðir um nauðgun í Austurborginni

Þrír karlmenn á fertugsaldri sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa svipt konu frelsi og nauðgað henni í heimahúsi í Austurborginni í Reykjavík um helgina. Rannsókn málsins miðar vel, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.

Viðsnúningur hjá Reykjanesbæ og Árborg í PISA

Munur á árangri átta stærstu sveitarfélaganna í PISA-könnuninni dróst saman á milli áranna 2012 og 2015. Þau eru öll í kringum meðaltal á landsvísu, en sérstaka athygli vekur viðsnúningur í niðurstöðum hjá Reykjanesbæ og Árborg.
08.12.2016 - 11:37

Jón Ásgeir: Iceland vildi leysa nafnadeilu

Eigendur matvörufyrirtækisins Iceland gerðu íslenskum stjórnvöldum tilboð til lausnar á nafnadeilunni þeirra á milli fyrir tíu árum, þegar Jón Ásgeir Jóhannesson var einn af aðaleigendum fyrirtækisins. Tilboðinu var aldrei svarað. Þetta segir Jón...
08.12.2016 - 11:26

Vík: Brot á atvinnuréttindum útlendinga skoðuð

Lögreglan mun ákveða á næstu vikum hvort maður, sem grunaður var um mansal í Vík, verði ákærður fyrir brot á lögum um atvinnuréttindi útlendinga. Héraðssaksóknari hefur fellt niður mansalsmálið gegn honum.
08.12.2016 - 11:06

„Við erum happasæl áhöfn“

„Við erum happasæl áhöfn, þetta var í þriðja sinn á einu ári sem við togum bát til hafnar,“ segir Bjarni Eiríksson, á línubátnum Tómasi Þorvaldssyni frá Grindavík. Áhöfnin á Hrafni frá Grindavík óskaði í gærmorgun eftir aðstoð eftir að hafa fengið...
08.12.2016 - 10:50

„Það breytist bara allt í lífinu“

Um 200 manns nýta sér árlega þjónustu Aflsins á Akureyri. Ráðgjafi þar segir það hafa breytt öllu lífi sínu að leita sér hjálpar vegna kynferðisofbeldis eftir margra ára þögn. Nú stendur yfir 16 daga alþjóðlegt átak gegn kynferðisofbeldi og af því...
08.12.2016 - 08:25

Göngustígum við Skógafoss lokað

Umhverfisstofnun hefur ákveðið að loka einstaka göngustígum við Skógafoss vegna álags í vætutíðinni að undanförnu. Í færslu á Facebook síðu stofnunarinnar segir að mikill fjöldi ferðamanna hafi komið að Skógafossi síðustu vikur og í bleytunni hafi...
08.12.2016 - 08:53

Leita að myglu í húsi Listaháskólans

Fasteignaumsýsla ríkissjóðs skoðar hvort myglusvepp sé að finna í húsnæði Listaháskóla Íslands. Fréttablaðið greinir frá og hefur eftir Ólafi Hallgrímssyni, umsjónarmanni húseigna skólans, að endanleg niðurstaða liggi ekki fyrir.
08.12.2016 - 08:20

„Víðar þörf en á höfuðborgarsvæðinu“

Bjarni Jónasson, forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri, segir að sjúkrahúsið hefði þurft 350 milljónir krónur til viðbótar á fjárlögum næsta árs til að eðlileg þróun á starfseminni geti átt sér stað.
08.12.2016 - 08:12

Grunaðir um nauðgun og frelsissviptingu

Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði þrjá karlmenn í gæsluvarðhald á þriðjudagskvöld vegna gruns um að þeir hafi svipt konu frelsi og nauðgað henni.
08.12.2016 - 06:53

Hvassir vindstrengir við fjöll norðvestantil

Hvöss norðaustanátt norðvestantil verður á landinu í dag og má búast við hvössum vindstrengjum við fjöll á þeim slóðum. Sunnan-og austanlands verður mun hægari austanátt.
08.12.2016 - 06:35

Landhelgisgæsluþyrla sótti sjúkling til Eyja

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til Vestmannaeyja á sjöunda tímanum í kvöld vegna sjúklings sem koma þurfti til Reykjavíkur. Sjúkraflugvél sem send var eftir sjúklingnum þurfti frá að hverfa vegna veðurs.