Innlent

Kosningapróf: 82% vilja lengja fæðingarorlof

Áttatíu og tvö prósent þátttakenda í kosningaprófi RÚV vill lengja fæðingarorlof í 12 mánuði. Aðeins um 15% þáttakenda er því ósammála.
24.10.2016 - 19:10

Mikil hálka á fjallvegum

Nokkur umferðaróhöpp hafa orðið í kvöld vegna mikillar hálku sem myndaðist á vegum nú í kvöld.
24.10.2016 - 20:25

Ljósmyndir úr einkasöfnum lentu á opnu svæði

Ljósmyndir, sem viðskiptavinir prentfyrirtækisins Samskipta senda í gegnum netið til framköllunar hjá fyrirtækinu, fara inn á opið vefsvæði þar sem allir geta skoðað þær. Ekki gera allir viðskiptavinir sér grein fyrir þessu.
24.10.2016 - 19:12

Skiptar skoðanir á kosningabandalagi

Skiptar skoðanir virðast vera hjá kjósendum um hugsanlegt ríkisstjórnarsamstarf sem stjórnarandstöðuflokkarnir ræða um í aðdraganda alþingiskosninga. Fréttastofan kannaði hvaða skoðun nokkrir kjósendur á Akureyri og Egilsstöðum hefðu á viðræðum...
24.10.2016 - 18:56

2 umferðaróhöpp við Litlu Kaffistofu

Tvö aðskilin umferðarslys urðu nú rétt í þessu við Litlu Kaffistofuna í Svínahrauni. Að sögn sjúkraflutningamanna er fljúgandi hálka á þessum slóðum og hvetur ökumenn til aðgæslu.
24.10.2016 - 19:26
Mynd með færslu

Fundur með frambjóðendum í Suðurkjördæmi

Bein útsending frá opnum kjördæmaþætti Rásar 2 í Suðurkjördæmi, sem fram fer í Fjölbrautaskóla Suðurnesja í Reykjanesbæ frá klukkan 19.30 til 22.00.
24.10.2016 - 19:15

Forsetinn fór yfir hálendið til Bessastaða

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og bandaríski geimfarinn Scott Parazynski fóru saman yfir hálendið í gær, sunnudag, frá Húsavík til Bessastaða. Ferðin var lokahnykkur Landkönnunarhátíðarinnar sem fór fram á Húsavík um helgina.
24.10.2016 - 18:51

Hefur áhyggjur af hönnun hótela í dreifbýli

Umhverfisstofnun er ekki ánægð með hvernig staðið var að skipulagi fyrir þriggja hæða, 90 herbergja, hóteli og 41 frístundahúsi í Heysholti í Rangárþingi ytra. Stofnunin telur að á fyrri stigum hefði átt að skoða hvort tveggja hæða byggingar hefðu...
24.10.2016 - 18:39

Konur fjölmenntu í Tjarnargarðinn - myndband

Rúmlega hundrað konur komu saman í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum í dag til að krefjast launajafnréttis. Rebekka Karlsdóttir ávarpaði samkomuna og sagði tímabært að konur hættu að tala pent um kynjamisrétti. „Þetta er asnalegt. Ég hef allavega ekki...
24.10.2016 - 18:11

„Launamisrétti er mannréttindabrot“

Guðrún Ágústsdóttir, einn af stofnendum Rauðsokkahreyfingarinnar, flutti ræðu á samstöðufundi sem þúsundir kvenna sóttu á Austurvelli í dag. Hún sagði hugmyndina hafa kviknað hjá hreyfingunni og upphaflega verið hugsuð sem verkfall en hafi orðið að...
24.10.2016 - 16:41

„Burt með ójafnrétti! Út!“ - myndskeið

Á baráttufundinum á Austurvelli í dag tóku konur það sem þær kölluðu kvennaklappið gegn launamismunun, ójafnrétti, ofbeldi og staðalmyndum.
24.10.2016 - 16:00

Þrír handteknir á Sigló með leikfangabyssur

Þrír menn voru handteknir á Siglufirði í dag, eftir að lögregla hafði verið kölluð að Hótel Sigló. Talið var að mennirnir væru vopnaðir byssum, en í ljós kom að þeir voru með leikfangabyssur. Mennirnir voru ekki á almannafæri, heldur inni á...
24.10.2016 - 15:40

Fjölmenni um allt land á kvennafrídeginum

Mikill fjöldi kvenna er kominn saman á Austurvelli í miðborg Reykjavíkur, á Ráðhústorginu á Akureyri og Ísafirði, þar sem haldnir eru samstöðufundir um launajafnrétti. Konur voru hvattar til að leggja niður störf klukkan 14:38, sem er táknræn...
24.10.2016 - 15:38

Bæjarstjórinn leit eftir leikskólabörnum

Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík, bauðst til þess að líta eftir leikskólabörnum sem ekki voru sótt klukkan hálf þrjú þegar starfsfólk leikskólans í bænum, allt konur, lögðu niður vinnu. Þegar fréttastofa ræddi við Jón Pál voru fimm börn...
24.10.2016 - 15:28

Samstöðufundur á Austurvelli

Kvennafrídagurinn er í dag haldinn í fjórða sinn og voru konur um allt land hvattar til að leggja niður störf klukkan 14:38. Boðað hefur verið til samstöðufundar af því tilefni á Austurvelli klukkan 15:15, og er hann í beinni útsendingu á RÚV og RÚV...
24.10.2016 - 15:09