Innlent

Rúmur helmingur tryggir jafnt kynjahlutfall

Að minnsta kosti þrettán stjórnmálaflokkar gætu boðið fram í Alþingiskosningum í haust. Gert er ráð fyrir að framboðslistar verði tilbúnir í september. Rúmur helmingur flokkanna hefur ákvæði sem tryggja að ekki halli á kynin í efstu sætum listanna...
28.08.2016 - 19:51

„Geðveikt gaman“ að búa til rokktónlist

Það er geðveikt gaman að búa til rokktónlist. Þetta segir ungur rokkari sem skemmti sér konunglega á Rokkhátíð Æskunnar í dag.
28.08.2016 - 19:43

Segir vinnufæra einstaklinga afskrifaða

Öryrkjum kemur til með að fækka hér á landi á næstu árum verði breytingar á lögum um almannatryggingar að veruleika. Þetta segir Hannes Sigurðsson, framkvæmdastjóri hjá Samtökum atvinnulífsins. Núverandi kerfi afskrifi vinnufært fólk af vinnumarkaði...
28.08.2016 - 19:41

Ekki bilun í hreyflum eða stjórntækjum

Rannsókn á flugslysinu við akstursíþróttasvæðið á Akureyri hefur ekki leitt í ljós bilun í hreyflum eða stjórnvölum vélarinnar. Rannsóknin beinist nú að stjórn vélarinnar í krappri beygju en von er á lokaskýrslu á allra næstu vikum.
28.08.2016 - 19:39

19 kynferðisbrotamenn fengið ökklaband

Nítján kynferðisbrotamenn hafa lokið afplánun undir rafrænu eftirliti frá því úrræðið hófst árið 2012. Reynslulausn veitir brotamönnum ákveðið aðhald, segir sálfræðingur sem sérhæfir sig í meðferð brotamanna. 159 fangar hafa lokið afplánun undir...
28.08.2016 - 19:33

Aðeins fjórtán frá 2007 vilja á þing í haust

Fáir þingmenn með mikla reynslu sækjast eftir endurkjöri í þingkosningum í haust. Að minnsta kosti nítján þingmenn ætla ekki að bjóða sig fram og aðeins þrjár konur sem voru við þingsetninguna 2007 vilja halda áfram.
28.08.2016 - 19:17

Mikill viðbúnaður vegna neyðarboða frá flugvél

Mikill viðbúnaður varð þegar stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst neyðarboð frá íslenskri flugvél yfir landinu um klukkan hálffimm í dag samkvæmt tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.
28.08.2016 - 18:50

Deildar meiningar en ekki sammála gagnrýni

María Helga Guðmundsdóttir, núverandi stjórnarmaður í Samtökunum '78 segir að vissulega séu deildar meiningar um ýmislegt í starfi samtakanna og hafi komið í ljós að undanförnu með ýmsum hætti. Núverandi stjórn er ekki sammála þeirri skoðun að...
28.08.2016 - 18:44

Reyndu að smygla sér í skemmtiferðaskip

Tveir erlendir piltar, 16 og 17 ára, voru handteknir við Skarfabakka um hádegisbil þar sem þeir voru að reyna að komast um borð í skemmtiferðaskip. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar.
28.08.2016 - 17:54

Kurr í aðdraganda aðalfundar Samtakanna '78

Grundvallarágreiningur hefur komið upp á yfirborðið innan Samtakanna '78 í aðdraganda endurtekins aðalfundar, þar sem umsókn BDSM Ísland um hagsmunaaðild verður tekin til atkvæðagreiðslu. Þetta er mat tveggja félagsmanna í samtökunum. Frestur...
28.08.2016 - 17:22

Kennileiti Grímseyjar fært úr stað

Ekki er hægt að flytja nýtt tákn Grímseyjar, kúlulagað listaverk, á heimskautsbauginn eins og fyrirhugað var. Komið hefur í ljós að mikið jarðrask hlýst af flutningi listaverksins á þann stað sem því var upphaflega ætlað að standa.
28.08.2016 - 16:52

Sjómenn á Kópaskeri kætast

Sjómenn á Kópaskeri geta nú siglt vandræðalaust inn og út úr höfninni eftir að dýpkun lauk þar fyrr í sumar. Höfnin var orðin illfær og nærri því full af sandi. Rekstrarstjóri hafnarinnar segir brýnt að koma reglulegri dýpkun þar á samgönguáætlun.
28.08.2016 - 16:34

Félag læknanema sér veikleika á LÍN-frumvarpi

Félag læknanema gerir alvarlegar athugasemdir við LÍN-frumvarpið. Í nýju frumvarpi er gert ráð fyrir að endurgreiðsla námslána hefjist einu ári eftir að námi lýkur.
28.08.2016 - 16:11

Mikil endurnýjun ekki þinginu til góða

Það er ekki Alþingi til góða og er hluti af vanda þess hversu miklar breytingar hafi orðið á skipan þingmanna í síðustu þingkosningunum. Þetta segir Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis. Hann vonar þó að átakastjórnmál síðustu ára séu að baki....
28.08.2016 - 12:43

Endalaus lækkun endi með hruni í sauðfjárrækt

Sauðfjárbændur harma lækkun á afurðaverði til bænda. Þórarinn Ingi Pétursson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, segir að þetta endi með hruni í greininni. Hann er hræddur um að bændur leiti á önnur mið.
28.08.2016 - 12:41