Warner segist eiga inni hjá FIFA

epa04770651 Former FIFA vice president Austin Jack Warner, gestures as he leaves the office of the Sunshine Newspaper which he owns in Arouca, East Trinidad, on May 27, 2015. Warner, who was also the former President of Concacaf, was named among current
 Mynd: EPA  -  EFE
Jack Warner, fyrrum varaforseti alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, er síður en svo sáttur við að ný stjórn sambandsins ætli að lögsækja hann. Hann segist eiga inni pening hjá sambandinu.

Warner sagði blaðamönnum í kvöld að hann skuldi FIFA ekki neitt, heldur skuldi sambandið honum. Hann segir FIFA ekki hafa greitt honum 12,5 milljóna króna lífeyri sem hann á inni hjá sambandinu frá því honum var sagt upp árið 2011. Warner segist ekki þekkja sambandið lengur frá því sem það var.

Warner svaraði spurningum blaðamanna fyrir utan dómshúsið í Port of Spain, höfuðborgar Trínídad og Tóbagó. Rétturinn tók þar fyrir ákæru hans gegn framsali sínu til Bandaríkjanna. Warner var forseti CONCACAF, knattspyrnusambands Norður- og Mið-Ameríku auk Karíbahafsins, þegar sambandið þáði 10 milljóna Bandaríkjadala greiðslu frá Suður-Afríku. Þá barðist Suður-Afríka fyrir því að fá að halda Heimsmeistaramótið í knattspyrnu árið 2010.