Vígamenn sviptir ríkisborgararétti

epa05451774 Dutch military police carry out extra patrols around Schiphol Airport in Amsterdam, The Netherlands, 02 August 2016. The increased security comes after potential terrorism threats at the airport.  EPA/REMKO DE WAAL
Hollenskir herlögreglumenn ræða við ökumann nærri Schiphol-flugvelli í ágúst í fyrra, þegar hætta var talin á hryðjuverkum á flugvellinum.  Mynd: EPA  -  ANP
Fjórir Hollendingar, sem fóru til að berjast með vígasveitum í Sýrlandi, hafa í samræmi við nýja og herta hryðjuverkalöggjöf verið sviptir hollenskum ríkisborgararétti. Stef

Blok, öryggis- og dómsmálaráðherra Hollands, greindi frá þessu í dag. Hann sagði að mennirnir hefðu gegnið til liðs við hryðjuverkasamtök. Svipting ríkisborgararéttar þýddi að þeir gætu ekki snúið aftur til Hollands eða farið til annarra ríkja á Schengen-svæðinu.

Að sögn hollenskra yfirvalda hafa um 280 landsmenn farið til að berjast með vígasveitum í Írak og Sýrlandi síðan 2011. Um 190 séu þar enn.

Gera megi ráð fyrir að þó nokkur fjöldi hollenskra ríkisborgara sé reiðubúinn til að ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið eða önnur vígasamtök í Austurlöndum nær. 

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV