Vígamenn missa tökin í Homs

12.08.2017 - 08:23
epa06025121 Syrian army soldiers take position at the frontlines near the Syrian-Iraqi border in Al-Tanf, Homs province, Syria, 12 June 2017. The Syrian army on 12 June said it had gained control over the Iraq-bordering area bordering from the jihadist
Sýrlenskir hermenn.  Mynd: EPA
Sýrlenski stjórnarherinn hefur hrakið vígamenn Íslamska ríkisins út úr bænum Al-Sukhna í héraðinu Homs í austurhluta Sýrlands. Þarlendir fjölmiðlar greina frá þessu í dag. Al-Sukhna er síðasti bærinn í héraðinu sem var á valdi vígasveitanna. Hart hefur verið barist á þeim slóðum undanfarna daga.
Mynd með færslu
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV