Verða að treysta undirstöður Mosul stíflunnar

10.03.2016 - 08:30
epa04346251 (FILE) A file picture dated 01 November 2007 show a general view of the Mosul dam on the Tigris River, around 50km north of Mosul, northern Iraq. According to Iraqi officials, fighters of jihadist Islamic State (IS or formerly known as ISIS)
 Mynd: EPA  -  EPA FILES
Bandaríkjastjórn skorar á stjórnvöld í Írak að grípa tafarlaust til aðgerða til að styrkja Mosul stífluna, stærstu stíflu Íraks, til að koma í veg fyrir stórfelldar hörmungar. Hún er í fljótinu Tígris.

 

Undirstöður stíflunnar eru veikar. Hætta er talin á að hún bresti og myndi 14 metra háa flóðbylgju sem myndi flæða umhverfis Mosulborg og valda flóðum í höfuðborginni Bagdad. Allt að ein og hálf milljón Íraka er talin vra í hættu vegna stíflunnar.

 

Þorvaldur Friðriksson
Fréttastofa RÚV
Mynd með færslu
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV