Ungir einleikarar á sumardaginn fyrsta

Klassísk tónlist
 · 
Ungir einleikarar
 · 
Menningarefni
Mynd með færslu
 Mynd: sinfo.is

Ungir einleikarar á sumardaginn fyrsta

Klassísk tónlist
 · 
Ungir einleikarar
 · 
Menningarefni
Mynd með færslu
19.04.2017 - 16:18.Vefritstjórn.Ungir einleikarar
Fjórir ungir einleikarar komu fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum í Eldborgarsal Hörpu 12. janúar síðastliðinn.

Það voru þær Auður Edda Erlendsdóttir klarínettuleikari, Herdís Mjöll Guðmundsdóttir fiðluleikari, Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir sellóleikari og sópransöngkonan Jóna G. Kolbrúnardóttir. Þær báru sigur úr býtum í einleikarakeppni Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Listaháskóla Íslands sem fram fór í nóvember í fyrra.

Hljóðritun frá tónleikunum verður flutt á Rás 1 að kvöldi sumardagsins fyrsta klukkan 19:00.​ Á efnisskránni voru tveir konsertar, Klarínettukonsert ópus 57 eftir danska tónskáldið Carl Nielsen og Fiðlukonsert í e-moll ópus 64 eftir Felix Mendelsohn. Einnig voru flutt Tilbrigði við Rókókóstef fyrir selló og hljómsveit eftir Pjotr Tsjaíkovskíj og sungnar aríur úr óperunum Idomeneo eftir Wolfgang Amadeus Mozart, I Capuleti e i Montecchi eftir Vincenzo Bellini og Guiduttu eftir Franz Lehár.

Stjórnandi á tónleikunum var finnski hljómsveitarstjórinn Petri Sakari sem er íslenskum tónlistarunnendum að góðu kunnur, enda hefur hann stjórnað Sinfóníuhljómsveit Íslands á liðlega 160 tónleikum á þeim ríflega þrjátíu árum sem hann hefur starfað með hljómsveitinni.