Tvöfalt ríkisfang felldi ráðherra

25.07.2017 - 11:20
epa06038348 Australian Prime Minister Malcolm Turnbull (C), Australian Minister for the Environment and Energy Josh Frydenberg (L) and Australian Minister for Resources and Northern Australia Matt Canavan speak during a press conference at Parliament
Matt Canavan.  Mynd: EPA  -  AAP
Matthew Canavan, sem fór með auðlindamál og málefni norðurhéraða í áströlsku stjórninni, sagði af sér í morgun eftir að upplýst var að hann hefði tvöfalt ríkisfang.  Canavan er þriðji stjórnmálamaðurinn í Ástralíu sem lætur af embætti af þeim sökum.

Að sögn fréttastofunnar Reuters geta þeir sem einnig eru með ríkisfang annars staðar ekki boðið sig fram til þingsí Ástralíu.

Canavan kveðst hafa komist að því nýlega að móðir hans hafi árið 2006 lagt fram beiðni um ítalskt ríkisfang í skrifstofu ræðismanna í Brisbane. Í því hafi falist að hann fengi einnig ítalskt ríkisfang, en hann hafi þá verið 25 ára.

Canavan kveðst ekki ætla að segja af sér þingmennsku að svo stöddu eða þar til skorðið hafi verið úr um hvort það standist lög að fólk geti öðlast ríkisborgararétt annars staðar án vitneskju eða undirskriftar.

Tveir þingmenn Græningja í Ástralíu urðu að segja af sér þingmennsku eftir að upp komst að þeir hefðu tvöfalt ríkisfang, annar í Kanada, hinn á Nýja Sjálandi.

 

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV