Tvö bílslys í Vestur-Skaftafellssýslu

Mynd með færslu
 Mynd: rúv
Tvö bílslys hafa orðið í dag á hringveginum í Vestur-Skaftafellssýslu, annað á Sólheimasandi og hitt í grennd við Kirkjubæjarklaustur. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi slasaðist enginn alvarlega. Erlendir ferðamenn komu við sögu í báðum tilfellum.

Bíll fór útaf veginum og valt við Botna, í nágrenni Kirkjubæjarklausturs. Tveir voru í bílnum. Annar hlaut minni háttar meiðsl, en hinn slapp ómeiddur. Þá varð árekstur tveggja bíla við afleggjarann að Sólheimahjáleigu. Þeir sem í hlut áttu sluppu ýmist ómeiddir eða með minni háttar meiðsl. Erlendir ferðamenn voru í öðrum bílnum.

 

Samúel Örn Erlingsson
Fréttastofa RÚV