Tveir létust í flugslysi í Nepal

26.02.2016 - 13:41
Erlent · Asía · Nepal
epa05178789 Nepalese police officers search for victims at the crash site of the Tara airlines plane in Dana village, Myagdi district of Nepal, 24 February 2016. A Twin Otter aircraft of Tara Airlines carrying 23 passengers crashed in the mountains of
Frá vettvangi flugslyssins í Nepal fyrr í vikunni.  Mynd: EPA
Tveir létu lífið þegar lítil farþegaflugvél nauðlenti í dag í Nepal. Ellefu voru um borð, níu farþegar og tveir í áhöfn. Flugmennirnir létust. Allir farþegarnir eru slasaðir að sögn björgunarmanna sem voru sendir á staðinn. Ekki er vitað hvað olli því að flugvélin þurfti að nauðlenda á flugvelli í bænum Kalikot.

Fyrir tveimur dögum létust 23 þegar skrúfuþota af gerðinni Twin Otter fórst í fjalllendi í Nepal. Flugumferð er mikil í landinu. Vegakerfið er ófullkomið. Til sumra þéttbýlisstaða í fjöllunum er ekki fært nema með flugvélum eða gangandi. Þá urðu miklar skemmdir á samgönguæðum landsins í jarðskjálfta í apríl í fyrra.

 

Mynd með færslu
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV