Tveir berjast um formennsku hjá VR

07.03.2017 - 08:52
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Allsherjaratkvæðagreiðsla meðal félagsmanna VR vegna kjörs formanns og stjórnar VR hefst klukkan 9 í dag. Tveir eru í framboði til formanns VR, Ólafía B. Rafnsdóttir núverandi formaður og Ragnar Þór Ingólfsson, stjórnarmaður í VR.

„Ég vil stuðla að því að við búum í réttlátu samfélagi. Ég vil auka og styrkja enn frekar þjónustu félagsins við félagsmenn og styrkja stöðu þeirra á vinnumarkaði,“ segir Ólafía meðal annars um helstu áherslur sínar í framboðinu.

„Helstu áherslur eru að víkka út kjarabaráttu VR sem snýr að öllu sem áhrif hefur á lífskjör okkar frá degi til dags og verkalýðshreyfingin hefur látið ótalið að beita sér fyrir. Ég mun beita mér fyrir afnámi verðtryggingar og lækkun vaxta,“ segir Ragnar meðal annars um sínar áherslur.

Ellefu í framboði til stjórnar VR, en alls verður kosið til sjö sæta í stjórn.

Atkvæðagreiðslunni lýkur á hádegi þriðjudaginn 14. mars.

Mynd með færslu
Jóhann Bjarni Kolbeinsson
Fréttastofa RÚV