Tveggja landa sýn... og smá slark

09.02.2016 - 17:14
Þorgeir Guðmundsson kvikmyndagerðarmaður vinnur að heimildamynd um vin sinn ljósmyndarann, matreiðslumeistarann og lífskúnstnerinn Friðgeir Helgason.

Á Ljósmyndasafni Reykjavíkur má sjá sýningu með ljósmyndum Friðgeirs sem nefnist Stemning sem og brot úr heimildamyndinni um hann.

Þorgeir segir ævi Friðgeirs oft hafa verið æði skrautlega, allt frá því að búa í pappakassa á Skid Row í Los Angeles upp í stöðu matreiðslumeistara á dýrustu veitingastöðum í New Orleans.

Myndirnar eftir Friðgeir sýna að hann hefur auga ljósmyndarans og nær að fanga stemmningu sem bergmálar í myndum hans hvort sem það er í Californíu eða á Kópaskeri.

Mynd með færslu
Dagur Gunnarsson
dagskrárgerðarmaður
Víðsjá
Þessi þáttur er í hlaðvarpi