Tuttugu stiga sigur hjá Haukum

29.02.2016 - 22:39
Mynd með færslu
Helena Sverrisdóttir var atkvæðamikil í liði Hauka.  Mynd: Skjáskot RÚV
Haukar unnu öruggan sigur á Stjörnunni í Dominos-deild kvenna, 66-86, í leik sem fram fór í Ásgarði í Garðabæ. Haukar settu tóninn strax frá upphafi og leiddu með 21 stigi í hálfleik, 23-44.

Chelsie Alexa Schweers lék vel í liði Hauka og skoraði 25 stig. Hún lék með Stjörnunni fyrr á leiktíðinni. Helena Sverrisdóttir skoraði 20 stig auk þess að taka 13 fráköst. Hjá Stjörnunni var Adrienne Godbold með 21 stig og 14 fráköst.

Haukar eru með 34 stig og eru við hlið Snæfells á toppi Dominos-deildarinnar. Stjarnan er í 6. sæti deildarinnar með sex stig.

Stjarnan-Haukar 66-86 (13-24, 10-20, 20-13, 23-29)
Stjarnan: Adrienne Godbold 21/14 fráköst/5 varin skot, Margrét Kara Sturludóttir 12, Eva María Emilsdóttir 10, Heiðrún Kristmundsdóttir 9/6 stoðsendingar, Kristín Fjóla Reynisdóttir 8, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 6, Hafrún Hálfdánardóttir 0/5 fráköst.
Haukar: Chelsie Alexa Schweers 25/6 fráköst, Helena Sverrisdóttir 20/13 fráköst/6 stoðsendingar, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 9/8 fráköst, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 9/4 fráköst, Pálína María Gunnlaugsdóttir 6/7 fráköst, Dýrfinna Arnardóttir 5, María Lind Sigurðardóttir 4, Sólrún Inga Gísladóttir 3, Auður Íris Ólafsdóttir 3, Hanna Þráinsdóttir 2.

Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður