Tugir féllu í árásum Boko Haram

31.01.2016 - 15:33
epa04868746 Members of the Army take part in a military parade marking the country?s 55th independence anniversary during the visit of Nigerian President Muhammadu Buhari (not pictured) in Cotonouh, Benin, 01 August 2015. The Nigerian President is on a
Hermenn nígeríska hersins taka þátt í hersýningu.  Mynd: EPA
Óttast er að tugir almennra borgara hafi fallið í árásum hryðjuverkasamtakanna Boko Haram norðausturhluta Nígeríu í dag. Menn vopnaðir sprengjum og skotvopnum gerðu árásir á þorpið Dalori, í nágrenni borgarinnar Maiduguri, myrtu íbúa og kveiktu í húsum þeirra. Þá voru konur með sprengjubelti um sig, á meðal íbúa. Íbúarnir urðu þeirra varir og sprungu beltin þá. Ekki er vitað hvort konurnar voru þarna af fúsum og frjálsum vilja, eða hvort þær voru neyddar til að bera sprengjubeltin.

Íbúar segja að minnst fimmtíu hafi fallið í árásunum.

Sjálfsvígsárásir voru einnig gerðar á öðrum stöðum í landshlutanum og er talið að Boko Haram beri einnig ábyrgð á þeim.

Um 2,6 milljónir manna hafa hrakist á vergang vegna uppgangs Boko Haram. Talið er að samtökin beri beina ábyrgð á dauða um 17.000 manna.