Tilbúinn til gagnárásar á Norður-Kóreu

11.08.2017 - 11:50
epa06020012 US President Donald J. Trump gestures while walking on the South Lawn of the White House to depart by Marine One in Washington, DC, USA, 09 June 2017. Trump travels to New Jersey for the weekend.  EPA/MICHAEL REYNOLDS
 Mynd: EPA
Bandaríkjaher er tilbúinn til gagnárásar á Norður-Kóreu. Donald Trump forseti greindi frá þessu á Twitter í dag. Þar segir forsetinn að gripið verði til aðgerða hegði Norður-Kóreumenn sér óskynsamlega. Hann kveðst vonast til þess að Kim Jong-un, forseti Norður-Kóreu hverfi af þeirri braut sem hann hefur verið á að undanförnu.
Mynd með færslu
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV