Þurrt og hlýtt fyrir austan um helgina

13.09.2017 - 06:24
Mynd með færslu
 Mynd: Ásgeir Tómasson  -  RÚV
Norðanátt verður í dag, allhvöss eða hvöss austast á landinu, annars mun hægari, samkvæmt spá Veðurstofu Íslands. Léttskýjað verður sunnan- og vestanlands, en dálítil rigning eða súld á Norðaustur- og Austurlandi.

Norðvestan og vestan 5 til 15 á morgun, hvassast austast. Bjart með
köflum, en rigning norðaustanlands í fyrstu. Hiti 5 til 13 stig að deginum, hlýjast syðst.

Á föstudag verður vestan kaldi og úrkomulítið. Um helgina er útlit fyrir
sunnanátt með rigningu á vestanverðu landinu, en þurru og hlýju veðri
norðaustan- og austanlands.

Dagný Hulda Erlendsdóttir