Þjóðin hefur valið besta Skaupsatriðið

Afþreying
 · 
Innlent
 · 
RÚV50
 · 
Sjónvarp í 50 ár: Skemmtiefni
 · 
Menningarefni

Þjóðin hefur valið besta Skaupsatriðið

Afþreying
 · 
Innlent
 · 
RÚV50
 · 
Sjónvarp í 50 ár: Skemmtiefni
 · 
Menningarefni
Mynd með færslu
12.09.2016 - 12:22.Vefritstjórn.Sjónvarp í 50 ár: Skemmtiefni
Besta atriðið í sögu Áramótaskaupsins hefur verið valið. Við buðum þjóðinni að tjá hug sinn og hlaut ástsælt atriði Eddu Björgvins og Ladda, úr Áramótaskaupinu 1984, afgerandi kosningu.

Á dögunum var blásið til kosningar á vef RÚV, þar sem beðið var um tilnefningar um besta atriðið í langri sögu Áramótaskaupsins. Þetta var gert í tilefni af því að 50 ár eru liðin síðan sjónvarpsútsendingar hófust á hér á landi. Niðurstöðurnar voru kynntar í beinni útsendingu, þar sem fjallað var um grín- og spjallþætti í gegnum árin og helstu grínistar landsins teknir tali.

Nokkur hundruð tilnefningar bárust, úr þeim voru tíu vinsælustu atriðin valin og að lokum var besta atriðið kosið. Hér fylgja atriðin sem kosið var um,  í röð eftir atkvæðafjölda. 

1. „Viltu ekki sjá á mér brjóstin líka?!“ — Áramótaskaup 1984

2. Innlit útlit hjá Árna Johnsen — Áramótaskaup 2001

3. Tónlistarmaður mánaðarins  (197) — Áramótaskaup 1981

4. allir[hjá]kaupthing.is — Áramótaskaup 2009

5. Stóra IKEA-málið — Áramótaskaup 2013

6. Roy Rogers — Áramótaskaup 1977

7. Ólífur Ragnar Grímsson? — Áramótaskaup 2006

8. Helvítis fokking fokk!!! — Áramótaskaup 2008

9. Flugvöllurinn — Áramótaskaup 2013

10. Skattman — Áramótaskaup 1989

Tengdar fréttir

Menningarefni

Tíu karakterar Ladda á hálfri mínútu

Innlent

Fóstbræður verða með áramótaskaupið

Menningarefni

Gerðu sígilt lag Flosa Ólafs að sínu

Menningarefni

Persónulegi trúbadorinn sneri aftur