Þar sem hjartað slær

20.01.2016 - 11:46
Þann 23.janúar næstkomandi verða Eyjatónleikar í Eldborgarsal Hörpu. Þar munu frábærir tónlistarmenn flytja öll bestu Eyjalögin. Stefán Hilmarsson, Páll Rósinkranz, Ágústa Eva, Magni Ásgeirsson, Eyjólfur Kristjánsson, Kristján Gíslason, Íris Guðmundsdóttir, Anna Sigríður Snorradóttir, Þóra Gísladóttir, Gunnar Hrafn Kristjánsson, Sigríður Sísí Ástþórsdóttir koma öll fram ásamt sérstökum gesti, Júníusi Meyvant.

Bjarni Ólafur Guðmundsson mætti í Virka morgna til að segja hlustendum frá þessari tónlistarveislu, með í för voru Eyjólfur Kristjánsson, Kristján Gíslason, Þóra Gísla og Sísí Ástþórs sem sungu eins og englar í beinni.  

Mynd með færslu
Guðrún Dís Emilsdóttir
dagskrárgerðarmaður
Virkir morgnar
Þessi þáttur er í hlaðvarpi