Það er gott að bulla

19.02.2016 - 15:13
Aftur í Sandkassann er yfirskrift sýningar sem nú stendur yfir í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu. Í tengslum við sýninguna fer listkennsla fram í safninu. Unglingar í áttunda bekk reyna fyrir sér í bulli og hljóðfærasmíðum undir leiðsögn Benna Hemm Hemm.

Dýrin eru alls staðar

Eftir að krakkarnir úr Fellaskóla höfðu bullað með alls konar orð, flokkað þau gróflega og raðað aftur upp, varð ljóðið Dýrin eru alls staðar til. Þá var tekið til við að smíða hljóðfæri úr því sem til var, auk nagla og girnis. Benedikt Hermannsson tónlistarkennari betur þekktur sem Benni Hemm, segir alla hafa gott af því að bulla og hugsa útfyrir boxið, og ekki sé endilega nauðsynlegt að allir séu mjög virkir í verkefninu, því aðrir græða á því að fylgjast með.

Aftur í sandkassann

Listir og róttækar kennsluaðferðir hefur sýningarstjórinn, Jaroslav Anděl, valið að sýna verk nokkurra samtímalistamanna sem spyrja spurninga um eðli og hlutverk menntunar og líta jafnframt á sköpun sem lykilþátt í samfélaginu. Mannlegi þátturinn leit í heimsókn í safnið og tók þátt í listkennslu.

Mynd með færslu
Lísa Pálsdóttir
dagskrárgerðarmaður
Mannlegi þátturinn
Þessi þáttur er í hlaðvarpi