Sýning um náttúru Íslands í Perluna

08.01.2016 - 15:31
Mynd með færslu
 Mynd: ??  -  ruv.is
Reykjavíkurborg stefnir að því að sýning um náttúru Íslands verði sett upp í Perlunni og hefur auglýst eftir rekstrar- og þjónustuaðilum. Sýningar- og þjónustu svæðið verður nærri 4.500 fermetrar.

Frestur til að skila inn hugmyndum er til 22. febrúar. Reykjavíkurborg býður fram húsnæði í meginbyggingu Perlunnar og í einum af sex hitaveitutönkum Orkuveitu Reykjavíkur. 

Samkvæmt upplýsingum frá borginni er umsækjendum frjást að nálgast viðfangsefnið frá þeim sjónarhóli sem þeim þykir áhugaverðastur og líklegast sé að höfði til innlendra og erlendra gesta á öllum aldri. 

Stefnt er að því að reksturinn skapi nýjan og áhugaverðan áfangastað í Öskjuhlíð sem dragi til sína fjölda gesta, innlenda sem erlenda.

Mynd með færslu
Haukur Holm
Fréttastofa RÚV