Svala með órafmagnaða útgáfu af Paper

20.04.2017 - 11:58
Seinni undankeppni Söngvakeppninnar 2017 í Háskólabíó
Svala Björgvinsdóttir, fulltrúi Íslands í Eurovision í Úkraínu, birti á Facebook-síðu sinni í gær órafmagnaða útgáfu af laginu Paper. Svala hefur undirbúið sig fyrir keppnina í Los Angeles þar sem hún býr ásamt eiginmanni sínum.

Fram kemur á vef esctoday.com, sérstökum fréttavef um Eurovision, að Svala hafi ekki komið fram á Eurovision-atburðum tengdum keppninni þar sem það hafi verið of dýrt að fljúga milli L.A og Evrópu. Þessi í stað hafi meira púðri verið eytt í að æfa og fullgera atriðið.

Svala verður 13. á svið í fyrri undanriðlinum þann 9. maí. Úrslitakvöldið verður síðan 13. maí og veðbankar hallast flestir að því að söngkonan muni komast þangað.

Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV