Súðavíkurhlíð lokuð

20.02.2016 - 00:14
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Veginum um Súðavíkurhlíð hefur verið lokað eftir að snjóflóð féll á hann. Vegurinn verður lokaður eitthvað fram á morgundaginn. Snjó kyngir niður á Vestfjörðum og búist er við stormi með áframhaldandi snjókomu í nótt og fram á morgun. Lögreglan á Ísafirði segir að staðan verði endurmetin í birtingu ef veður leyfir.
Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV