Stórsigur hjá KR á Haukum

21.01.2016 - 23:13
Mynd með færslu
Ægir Þór Steinarsson skoraði 20 stig fyrir KR í kvöld.  Mynd:  -  KR
KR vann stórsigur á Haukum í Dominos-deild karla í körfuknattleik í kvöld, 96-66. KR lagði grunn að sigrinum með frábærri byrjun í leiknum en heimamenn leiddu með 19 stigum að loknum fyrsta leikhluta. Stjarnan, Þór Þorlákshöfn og Grindavík unnu einnig góða sigra í kvöld.

Michael Craion var stigahæstur í liði KR en hann skoraði 17 stig í stigajöfnu liði KR þar sem sjö leikmenn skoruðu níu stig eða meira. Hjá Haukum voru Brandon Mobley og Kári Jónsson stigahæstir með 15 stig.

Á Selfossi unnu Stjörnumenn góðan útisigur á FSU, 81-94, þar sem Justin Shouse skoraði 33 stig. Christopher Woods skoraði 30 stig fyrir Selfyssinga. Í Grindavík átti Jón Axel Guðmundsson stórleik fyrir heimamenn í sigri gegn ÍR, 86-82, í spennuleik. Jón Axel skoraði 28 stig í leiknum.

Þór Þorlákshöfn gerði góða ferð til Sauðárkróks í kvöld og vann liðið tveggja stiga útisigur á Tindastóli, 78-80.

Úrslit í leikjum kvöldsins í Dominos-deild karla:

FSu-Stjarnan 81-94 (10-25, 25-21, 26-21, 20-27)
FSu: Christopher Woods 30/17 fráköst/6 stoðsendingar, Hlynur Hreinsson 19/5 fráköst, Cristopher Caird 10/7 fráköst/5 stoðsendingar, Gunnar Ingi Harðarson 9, Bjarni Geir Gunnarsson 5, Þórarinn Friðriksson 3, Geir Elías Úlfur Helgason 3, Arnþór Tryggvason 2.
Stjarnan: Justin Shouse 33/4 fráköst/5 stoðsendingar, Tómas Heiðar Tómasson 20, Sæmundur Valdimarsson 11/9 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 9/12 fráköst, Al'lonzo Coleman 8/14 fráköst/7 stoðsendingar, Arnþór Freyr Guðmundsson 7/4 fráköst/5 stoðsendingar, Magnús Bjarki Guðmundsson 6.   

KR-Haukar 96-66 (30-11, 17-21, 17-19, 32-15)
KR: Michael Craion 17/4 fráköst, Helgi Már Magnússon 14/8 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 14, Pavel Ermolinskij 11/14 fráköst/9 stoðsendingar, Snorri Hrafnkelsson 10/5 fráköst, Darri Hilmarsson 10, Ægir Þór Steinarsson 9/10 stoðsendingar, Björn Kristjánsson 6/5 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 3, Vilhjálmur Kári Jensson 2.
Haukar: Brandon Mobley 15/6 fráköst, Kári Jónsson 15/5 fráköst/6 stoðsendingar, Finnur Atli Magnússon 11/6 fráköst/3 varin skot, Haukur Óskarsson 10, Kristinn Marinósson 8/8 fráköst, Hjálmar Stefánsson 5, Kristinn Jónasson 2/5 fráköst,.

Grindavík-ÍR 86-82 (25-18, 21-19, 17-25, 23-20)
Grindavík: Jón Axel Guðmundsson 28/8 fráköst, Charles Wayne Garcia Jr. 27/15 fráköst/4 varin skot, Ómar Örn Sævarsson 13/17 fráköst, Þorleifur Ólafsson 10, Daníel Guðni Guðmundsson 3, Ingvi Þór Guðmundsson 3, Þorsteinn Finnbogason 2.
ÍR: Jonathan Mitchell 31/11 fráköst, Vilhjálmur Theodór Jónsson 17, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 14/6 fráköst, Sveinbjörn Claessen 9/5 stoðsendingar, Kristján Pétur Andrésson 6, Trausti Eiríksson 3/5 fráköst, Daði Berg Grétarsson 2.

Tindastóll-Þór Þ. 78-80
Tindastóll: Jerome Hill 19/11 fráköst, Helgi Rafn Viggósson 18/6 fráköst, Darrell Flake 14/8 fráköst, Darrel Keith Lewis 9/8 fráköst/8 stoðsendingar, Ingvi Rafn Ingvarsson 5, Viðar Ágústsson 5/6 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 3, Svavar Atli Birgisson 3, Pétur Rúnar Birgisson 2/6 stoðsendingar.

Þór Þ.: Vance Michael Hall 34/5 fráköst/6 stoðsendingar, Emil Karel Einarsson 18/5 fráköst, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 9/7 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 7, Grétar Ingi Erlendsson 7, Ragnar Örn Bragason 3, Baldur Þór Ragnarsson 2.

 

Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður