Skortur á bílastæðum á leik Breiðabliks og KR

13.09.2017 - 18:01
Mynd með færslu
 Mynd: Thomasz Kolodziejski  -  RÚV
Eins og flestum er kunnugt um er Sjávarútvegssýningin í fullum gangi þessa dagana í Smáranum í Kópavogi og því verða bílastæði af skornum skammti fyrir leik Breiðabliks og KR í Pepsi-deild karla sem fram fer á morgun, fimmtudaginn 14. september.

Því biðlar Breiðablik til starfsmanna, leikmanna og vallargesta að leggja bílum sínum á Kópavogstúni, koma fótgangandi eða nota almenningssamgöngur.

Leikurinn hefst klukkan 17:00 en birtuskilyrði eru þannig að ekki er hægt að hefja leik seinna nema vellir séu búnir flóðljósum, sem Kópavogsvöllur er ekki. Einnig sér KSÍ sér ekki fært að færa leikinn þar sem lítið er eftir af mótinu og erfitt að finna leiktíma. 

Fyrir leik morgundagsins eru KR-ingar í fjórða sæti með 26 stig á meðan Breiðablik er með 24 í því sjöunda. Með sigri geta heimamenn því farið upp fyrir KR þegar aðeins þrjár umferðir eru eftir af mótinu.

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Mynd með færslu
Runólfur Trausti Þórhallsson
íþróttafréttamaður