Sjoppur, ástand og rónar

15.01.2016 - 22:30
Mynd með færslu
 Mynd: Wikipedia.org
Sjoppur fyrri tíma voru ekki endilega eins og við þekkjum þær fáu sem eftir eru í dag. Kaffibarir og búllur ýmis konar voru gjarnan kallaðar sjoppur. Flakkað um sjoppur og búllur á laugardag kl. 1500 á Rás 1.

Adlon sodafountain bar

Silli og Valdi opnuðu Adlon bar í Aðalstræti, nafnið var dregið af hóteli sem Silli hafði gist á í Berlín og hét Adlon, bæjarbúar voru fljótir að breyta "sóda" í "sóðabar". En í kjölfarið voru allir slíkir barir kallaðir Adlonbarir í Reykjavík. Aðeins einn slíkur er eftir, en það er Prikið við horn Ingólfsstrætis og Bankastrætis, þessu segir Guðjón Friðriksson sagnfræðingur frá, auk þess nefnir hann fjölda staða sem Jón Kristófer Kadett sótti og segir frá í bókinni Syndin er lævís og lipur, sem Jónas Árnason færði í letur árið 1962. Jónas sat jafnframt á þingi og gerði málefni æskunnar í Reykjavík að sínu og bar í tvígang upp þingályktunartillögur til að stemma stigu við umgengni ungdómsins við hermenn á eftirstríðsárunum.

Lífið er tilviljunarkennt

Segir Björg Ísaksdóttir myndlistarkona sem rifjar upp hersetuna, dansstaðina, skólagöngu og andrúmsloft hersetunnar. Margar þeirra kvenna sem hún vissi af og giftu sig til Ameríku, voru bara fyrirmyndarhúsmæður.

Mynd með færslu
Lísa Pálsdóttir
dagskrárgerðarmaður
Flakk
Þessi þáttur er í hlaðvarpi