„Samvaxnar gulrætur bragðast jafn vel“

25.02.2016 - 11:05
„Við erum haldin útlitsdýrkun á grænmeti eins og öðru." Þetta segir Ragnhildur Þórarinsdóttir grænmetisbóndi á Flúðum sem hefur nýverið tekið upp á því að selja útlitsgallaðar gulrætur til verslana á höfuðborgarsvæðinu til að sporna gegn matarsóun.

Ragnhildur sker þær niður, setur í poka og selur þær á lægra verði til neytenda. Gulrótapokarnir eru meðal annars seldir í versluninni Víði og í Frú Laugu. Hún segir að það verði að vera aukin vakning hjá neytandanum með útlitsgallað grænmeti því það sé nákvæmlega sömu gæðin þótt útlitið sé öðruvísi. Kastljós tók hús á þremur grænmetisbændum á Flúðum og í Biskupstungum og forvitnaðist um hvernig þeir nýta útlitsgallað grænmeti. 

Mynd með færslu
Helga Arnardóttir
Fréttastofa RÚV
Kastljós