Sálfræðingar ræddu við yfirstjórn lögreglunnar

21.01.2016 - 15:36
Mynd með færslu
 Mynd: Anton Brink  -  Ruv.is
Ólöf Nordal innanríkisráðherra og Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri.
 Mynd: Lögreglan á höfuðborgarsvæ�  -  Facebook
Tveir sálfræðingar, sem fengnir voru til að taka á eða leysa, samskiptavanda innan embættis lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, ræddu í dag við yfirstjórn embættisins. Engar upplýsingar hafa fengist um hvernig sálfræðingarnir hyggjast haga störfum sínum.

Vinnustaðasálfræðingur sem innanríkisráðuneytið kallaði til, síðast liðið vor, ræddi við tíu æðstu stjórnendur embættisins og tíu millistjórnendur og var niðurstaða hans sú að skýrar og ítrekaðar vísbendingar væru um samstarfs- og samskiptavanda innan embættisins. Tafarlaust yrði að ráðast í aðgerðir til að taka á vandanum og var mælt eindregið með því að hlutlaus fagaðili yrði fenginn til verksins. Frá því var gengið í lok nóvember. Samið var við sálfræðingana tvo, sem í dag hittu yfirstjórn LRH.