Rýma verslunarmiðstöð í Svíþjóð vegna hótunar

21.02.2016 - 16:00
Mynd með færslu
 Mynd: EPA  -  TT NEWS AGENCY
Lögreglan í Partille, rétt utan við Gautaborg í Svíþjóð, lét rýma verslunarmiðstöð í bænum um klukkan þrjú í dag vegna sprengjuhótunar.

Að sögn sænska ríkisútvarpsins SVT mat lögregla hótunina trúverðuga. Sprengjuleit er ekki hafin, en beðið er sprengjuleitarteymis lögreglunnar.

Mikill viðbúnaður er á staðnum. Viðskiptavinur verslunarmiðstöðvarinnar segir í samtali við SVT að þungvopnaðir lögreglumenn vakti svæðið.

Mynd með færslu
Alma Ómarsdóttir
Fréttastofa RÚV