Ronaldo biðst afsökunar

01.03.2016 - 18:13
epa04862841 Real Madrid's Cristiano Ronaldo reacts during the friendly test soccer match between Real Madrid and Inter Milan in Guangzhou, China, 27 July 2015. Real Madrid won 3-0.  EPA/XI YA CHINA OUT
 Mynd: EPA  -  FEATURECHINA
Ronaldo hefur beðið liðsfélaga sína afsökunar á hrokafullum ummælum eftir að Real Madrid tapaði fyrir Atlético Madrid um helgina. Titilvonir liðsins eru í raun endanlega úr sögunni.

Eftir tapið gegn Atlético Madrid er Real Madrid í þriðja sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir Atlético og 12 stigum á eftir Barcelona. Eftir leikinn sendi Ronaldo liðsfélögum sínum bitra pillu.

„Ef allir væru eins góðir og ég, þá værum við kannski á toppnum."

„Ég vil ekki sína liðsfélögum mínum virðingarleysi en þegar bestu leikmennirnir eru ekki tiltækir er erfiðara að vinna. Mér finnst gott að spila með Karim Benzema, Gareth Bale og Marcelo. Ég er ekki að segja að Lucas Vazquez, Jesé Rodriguez og Mateo Kovacic séu ekki góðir leikmenn en það er ekki það sama."

Miðvörður Real Madrid var fljótur að koma liðsfélaga sínum til varnar. Hann þekkti Ronaldo vel og hefði enga trú á því að hann væri að koma sök á liðsfélaga sína. 

Ronaldo hefur sjálfur reynt að lægja öldurnar. El Mundo segir að hann hafi beðið liðsfélaga sína afsökunar á samfélagsmiðlinum WhatsApp og í viðtali við Marca segir þessi 31 árs leikmaður.

„Ég er að tala um líkamlega getu, ekki spilamennsku. Ég er ekki betri en liðsfélagar mínir."

Mynd með færslu
Pálmi Jónasson
Fréttastofa RÚV