Rannsókn á dýraníði hætt

20.03.2017 - 10:33
Mynd með færslu
 Mynd: Anton Brink  -  Ruv.is
Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á grunsemdum um dýraníð í hesthúsi í Garðabæ hefur verið hætt, nema nýjar upplýsingar berast. Grunur var um að níðst hefði verið á að minnsta kosti tveimur hrossum um jólin. Í hesthúsinu fundust sleipiefni, olíur og plasthanskar.

Eigendur hrossanna tilkynntu málið til Matvælastofnunar sem kærði málið og fór fram á rannsókn lögreglu. 

Samkvæmt  upplýsingum frá lögreglu fundust engin lífsýni og engin fingraför í hesthúsinu og lögreglan því komin aftur á byrjunarreit í rannsókninni. 

Að sögn lögreglu er of mikið um að hesthús séu skilin eftir ólæst. Eigendur hesthúsa séu því hvattir til að búa þannig um að ekki sé auðvelt að komast inn í þau.