Óviðeigandi lög, kynusli og haltu partý

15.01.2016 - 15:57
Mynd með færslu
 Mynd: Doddi  -  RUV
Hefur þú lent í því að þú ert að hlusta á æðislegt lag. Svo allt í einu ferðu að pæla í textanum og kemst að því að hann er um eitthvað hræðilegt. Textinn er kannski bara uppfullur að kynþáttafordómum og kvenfyrirlitningu, eða fjallar á óviðeigandi hátt um fólk undir lögaldri, segir á ofur hversdagslegan hátt af heimilisofbeldi, niðurlægir fólk fyrir vaxtalag og alls konar annað óviðeigandi? Hanastél ætlar að spila bara svona lög í þætti vikunnar og ekki missa af því!

Og ekki nóg með það. Við fjöllum líka um kynusla og fáum góða sérfræðinga, Uglu Stefaníu og Þórð Hermannson með okkur í lið til að útskýra málið.

Jóhanna Vigdís, fréttakona með meiru segir okkur svo að halda partý. Já Jóhanna Vigdís er að segja þér að halda partý. Þú bara hlýðir.

Afmælisþekjan verður svo á sínum stað. Afmælisbarnið er með allt hárið sitt og heitir Valgeir Guðjónsson og Þröstur upp á Heiðar ætla að gera lögum og textum hans góð skil.

Svo verður að sjálfsögðu spurningakeppni Hanastéls á staðnum, hún er af verri endanum: bara óviðeigandi.

Mynd með færslu
Þórður Helgi Þórðarson
dagskrárgerðarmaður
Hanastél
Þessi þáttur er í hlaðvarpi