Öruggur Njarðvíkursigur í Ljónagryfjunni

14.01.2016 - 21:20
Njarðvík vann í kvöld öruggan sigur gegn Snæfelli í Dominos-deild karla í körfuknattleik, 93-76. Leikið var í Ljónagryfjunni í Njarðvík en gestirnir leiddu með þremur stigum eftir fyrsta leikhluta. Njarðvíkingar gengu hins vegar á lagið í öðrum leikhluta og unnu að lokum 17 stiga sigur.

Maciej Baginski var stigahæstur í liði heimamanna en hann setti niður 24 stig í kvöld. Haukur Helgi Pálsson skoraði 18 stig auk þess að taka sjö fráköst. Hjá Snæfelli var Austin Magnus Bracey stigahæstur með 23 stig og Sherrod Nigel Wright með 21 stig.

Í Seljaskóla mættust ÍR og FSu í fallbaráttuslag. Skemmst er frá því að segja að heimamenn völtuðu yfir Selfyssinga, 106-72. Jonathan Mitchell fór mikinn í liði ÍR og skoraði 36 stig auk þess að rífa niður 10 fráköst. Christopher Woods var með fínt framlag fyrir FSu, skoraði 27 og tók heil 20 fráköst.

Á Egilsstöðum náðu Grindvíkingar loks að rétta úr kútnum eftir magurt gengi. Liðið lagði heimamenn í Hetti af velli í kvöld, 71-81, í leik sem þurfti að framlengja. Tobin Carberry skoraði 34 stig fyrir Hött en hjá Grindavík var Þorleifur Ólafsson atkvæðamestur með 21 stig.

Sjá má svipmyndir úr leik ÍR og FSu í myndbandinu hér að ofan.

Úrslit kvöldsins í Dominos-deild karla:

Njarðvík-Snæfell 93-76 (26-29, 22-14, 19-10, 26-23)
Njarðvík: Maciej Stanislav Baginski 24, Haukur Helgi Pálsson 18/7 fráköst, Logi Gunnarsson 11/6 stoðsendingar, Hjalti Friðriksson 10, Hjörtur Hrafn Einarsson 9, Ólafur Helgi Jónsson 7, Oddur Rúnar Kristjánsson 5/6 fráköst, Oddur Birnir Pétursson 4/4 fráköst, Snjólfur Marel Stefánsson 3, Adam Eiður Ásgeirsson 2.
Snæfell: Austin Magnus Bracey 23/5 fráköst, Sherrod Nigel Wright 21/8 fráköst, Stefán Karel Torfason 10/9 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 7/7 fráköst, Viktor Marínó Alexandersson 6, Óskar Hjartarson 5/5 stoðsendingar, Jóhann Kristófer Sævarsson 2, Birkir Freyr Björgvinsson 2.

ÍR-FSu 106-72 (24-20, 26-23, 28-13, 28-16)
ÍR: Jonathan Mitchell 36/10 fráköst, Sveinbjörn Claessen 26, Vilhjálmur Theodór Jónsson 12/5 fráköst, Kristján Pétur Andrésson 8, Sæþór Elmar Kristjánsson 7, Trausti Eiríksson 6/4 fráköst, Hákon Örn Hjálmarsson 3, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 2/10 fráköst/5 stoðsendingar, Kristófer Fannar Stefánsson 2, Daði Berg Grétarsson 2/4 fráköst/6 stoðsendingar, Eyjólfur Ásberg Halldórsson 2.
FSu: Christopher Woods 27/20 fráköst, Cristopher Caird 9, Hlynur Hreinsson 9, Gunnar Ingi Harðarson 7, Geir Elías Úlfur Helgason 6, Ari Gylfason 4, Bjarni Geir Gunnarsson 4, Arnþór Tryggvason 4/5 fráköst, Maciej Klimaszewski 2.

Höttur-Grindavík 71-81 (20-17, 19-19, 19-14, 11-19, 2-12)
Höttur: Tobin Carberry 34/11 fráköst/8 stoðsendingar/3 varin skot, Eysteinn Bjarni Ævarsson 12/5 fráköst, Mirko Stefán Virijevic 10/9 fráköst, Sigmar Hákonarson 5/4 fráköst, Helgi Björn Einarsson 5/5 fráköst, Benedikt Þorvaldur Guðgeirsson Hjarðar 3, Hreinn Gunnar Birgisson 2.
Grindavík: Þorleifur Ólafsson 21/8 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 20/15 fráköst/4 varin skot, Charles Wayne Garcia Jr. 18/10 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 9/4 fráköst, Ingvi Þór Guðmundsson 5, Hinrik Guðbjartsson 4, Daníel Guðni Guðmundsson 3, Jóhann Árni Ólafsson 1/4 fráköst.

 

Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður
Mynd með færslu
Haukur Harðarson
íþróttafréttamaður