Örlagaþættir Sverris Kristjánssonar

25.02.2016 - 18:19
Í Víðsjá á Rás 1 var rætt við Guðmund Andra Thorsson, ritstjóra, um nýtt safn sem út er komið í kilju með svokölluðum Örlagaþáttum Sveirrs Kristjánssonar sagnfræðings.

Í þáttunum sem birtust fyrst í litlu blaði sem nefndist Satt en komu síðan út í bókum á árunum 1964-1973 fjallaði Sverrir um samfélag og sögufræga menn á öldum áður. Við sögu koma skáld, valdsmenn, smælingjar, afbrotamenn og jafnvel draugar. Sverrir þótti afburða íslenskumaður og hann nýtti tungumálið til fulls. 

Hér að ofan má heyra Guðmund Andra Thorsson, sem fylgir safninu úr hlaði í formála, segja frá Sverri og störfum hans, en Sverrir heyrist einnig lesa brot úr þætti sínum um Hallgrím Pétursson sem hann kallaði Skáld Píslarvættisins

Það er Forlagið sem gefur út Örlagaþætti Sverris Kristjánssonar en þeir eru hluti af kiljuröðinni Íslensk klassík

Mynd með færslu
Guðni Tómasson
dagskrárgerðarmaður
Víðsjá
Þessi þáttur er í hlaðvarpi