Ölfus sigraði Kópavogsbæ

Innlent
 · 
Útsvar
 · 
Menningarefni
Mynd með færslu
 Mynd: Útsvar

Ölfus sigraði Kópavogsbæ

Innlent
 · 
Útsvar
 · 
Menningarefni
29.01.2016 - 22:15.Þórdís Jóhannesdóttir.Útsvar
Ölfus lagði Kópavogsbæ með 77 stigum gegn 54 í Útsvarskeppni kvöldsins sem var bæði spennandi og skemmtileg. Mjög jafnt var á með liðunum en undir lokin tók lið Ölfuss forystuna og sigraði.

Lið Ölfuss var skipað þeim Ágústu Ragnarsdóttur, Árnýju Leifsdóttur og Hannesi Stefánssyni. Í liði Kópavogsbæjar voru þau Gunnar Reynir Valþórsson, Rannveig Jónsdóttir og Skúli Þór Jónasson. 

Auk Ölfuss eru það Fjótsdalshérað, Norðurþing, Fjarðabyggð, Árborg, Hafnarfjörður og Reykjavík komin áfram í átta liða úrslit. Það kemur svo í ljós miðvikudaginn 23. mars hvort það verður lið Snæfellsbæjar eða Rangárþings ytra sem bætist í þann hóp.

Útsvar er nú komið í hlé til að hleypa að Gettu betur - spurningakeppni framhaldsskólanna.