Ók á hús undir áhrifum áfengis

Mynd með færslu
Átta voru teknir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna á höfuðborgarsvæðinu í nótt og í gærkvöldi auk þess sem lögreglan skráði sextán mál vegna vörslu fíkniefna í Laugardalnum. Einn þeirra sem staðinn var að akstri undir áhrifum reyndi að hlaupa undan lögreglu en náðist á hlaupum.

Annar ökumaður, grunaður um akstur undir áhrifum, ók á hús og var að lokinni sýnatöku vistaður í fangageymslu.

Þá var einn maður handtekinn við veitingahús í Hafnarfirði grunaður um líkamsárás. Einnig var tilkynnt um innbrot í bíl í Mosfellsbæ, þar sem hurðarlæsing var skemmd og munum og skráningarmerkjum stolið. 

Gunnar Dofri Ólafsson