Ófærð: dyrnar á þyrlunni áttu að vera lokaðar

Innlent
 · 
Ófærð
 · 
Menningarefni
Mynd með færslu
 Mynd: Ófærð

Ófærð: dyrnar á þyrlunni áttu að vera lokaðar

Innlent
 · 
Ófærð
 · 
Menningarefni
Mynd með færslu
08.02.2016 - 23:58.Ásgeir Jónsson
Dyr þyrlunnar sem Sigurður, persóna Þorsteins Bachmans í þáttunum Ófærð, kastaði sér út um, áttu að vera lokaðar. Þetta er ljóst eftir að rétt útgáfa af sjöunda þætti var sýnd á RÚV í kvöld. Miklar vangaveltur höfðu verið uppi á samfélagsmiðlum hvaða munur væri á útgáfunum tveimur. Dagskrárdeild RÚV greindi frá því að um „litla breytingu efnislega“ væri að ræða.

Í dag var tilkynnt að vegna mistaka hefði rangur þáttur verið sendur út á sunnudag og því var rétt útgáfa sýnd í kvöld. Helsta efnislega breytingin sem sjá má er að umræddar dyr á þyrlu, sem flytja átti Sigurð til Reykjavíkur, voru lokaðar í réttu útgáfunni.

Á sunnudagskvöld ræddu aðdáendur þáttanna atriðið mikið á samfélagsmiðlum. Mörgum þótti það ótrúverðug atburðarás að þyrla, með grunaðan morðingja innanborðs, fær á loft með opnar dyr. Í réttu útgáfu þáttarins sést hverning Sigurður losar belti sitt og opnar dyrnar á þyrlunni.

Ófærð hefur notið fádæma vinsælda. Þættirnir hafa fengið allt að 60% meðaláhorf og eru einir vinsælustu þættir í sögu Sjónvarpsins. Sýning á Ófærð hófst í Frakklandi í kvöld og er þegar hafin í Noregi. Þá hefjast sýningar í Bretlandi 13. febrúar.

 

Tengdar fréttir

Menningarefni

Röng útgáfa af Ófærð sýnd í gær