Naumur sigur hjá Þór gegn Njarðvík

04.03.2016 - 21:09
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Þór Þorlákshöfn vann í kvöld þriggja stiga sigur á Njarðvík í Dominos-deild karla í Þorlákshöfn í kvöld, 80-87. Leikurinn var jafn og spennandi frá upphafi og var staðan 43-44 fyrir Njarðvík í hálfleik.

Njarðvíkingar tóku frumkvæðið í þriðja leikhluta en heimamenn áttu fínan endasprett og unnu að lokum þriggja stiga sigur í miklum spennuleik.

Vance Michael Hall var eins og oft áður atkvæðamestur í liði Þórs en hann skoraði 23 stig og Ragnar Örn Bragarson 22 stig. Jeremy Martez Atkinson var með 23 stig fyrir Njarðvík. Þór fer með sigrinum upp í 5. sæti deildarinnar með 24 stig en Njarðvík er með 22 stig í 7. sæti.

Þór Þ.-Njarðvík 80-77 (21-20, 22-24, 15-20, 22-13)
Þór Þ.: Vance Michael Hall 23/10 fráköst/7 stoðsendingar, Ragnar Örn Bragason 22, Grétar Ingi Erlendsson 14/14 fráköst, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 13/8 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 3, Baldur Þór Ragnarsson 3, Magnús Breki Þórðason 2.
Njarðvík: Jeremy Martez Atkinson 23/7 fráköst/5 stolnir, Hjörtur Hrafn Einarsson 16/6 fráköst, Oddur Rúnar Kristjánsson 14/4 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 12/4 fráköst, Logi  Gunnarsson 6, Ólafur Helgi Jónsson 6.

Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður