Myndband: Aníta í fimmta sæti á HM

20.03.2016 - 20:46
Aníta Hinriksdóttir úr ÍR hafnaði í fimmta sæti í 800 metra hlaupi kvenna á Heimsmeistaramótinu innanhúss í frjálsum íþróttum sem fram fer í Portland, Bandaríkjunum. Aníta hljóp á 2:02,58 en á best 2:01,56.

Francine Niyonsaba frá Búrúndí sigraði í hlaupinu á tímanum 2:00.01 og hafði betur gegn Ajee Wilson frá Bandaríkjunum sem varð önnur á tímanum 2:00.27. Margaret Nyairera Wambui frá Kenía hreppti bronsið.

Ljóst er að Aníta stimplar sig með hlaupinu í flokk þeirra bestu í heiminum. Hún á enn eftir að vinna til verðlauna í fullorðinsflokki á stórmóti en hefur hefur nú þegar unnið til gullverðlauna á HM og EM ungmenna. Aníta, sem er tvítug, keppir á Ólympíuleikunum í Ríó í sumar.

Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður