Mynd með færslu
31.07.2017 - 08:08.Matthías Már Magnússon.Plata vikunnar á Rás 2, .Poppland, .Plata vikunnar
Milkywhale er samstarfsverkefni tónlistarmannsins Árna Rúnars Hlöðverssonar (FM Belfast, Prins Póló, Plúseinn) og söngkonunnar/dansarans Melkorku Sigríðar Magnúsdóttur. Dúettinn byrjaði að vinna saman sumarið 2015 en upphaflega var ætlunin að útkoman yrði dansverk þar sem Melkorka er sviðslistamenntuð í grunninn.

 

Það fór hins vegar ekki svo en Milkywhale spratt fram á sjónarsviðið sem poppdúett haustið 2015 og ,,sigraði" Iceland Airwaves með flutningi sínum samkvæmt Reykjavík Grapevine. Í framhaldinu var Milkywhale boðið að spila á tónlistarhátíðinni Hróarskeldu  en auk þess hefur hljómsveitin komið fram fjölmörgum tónleikum hérlendis og erlendis.Þá hlaut Milkywhale menningarverðlaun DV árið 2016 og þrjár tilnefningar til Nordic Music Video Awards sama ár. Hljómsveitin hefur vakið athygli fyrir sérlega líflega sviðsframkomu og dansvæna popptónlist og markmiðið er eindregið að fá fólk til að dansa og njóta, ekki síður en að hlusta á tónlistina. 

Þetta er fyrsta plata Milkywhale en í lögunum er ekki línuleg frásögn þó þau tengist  sín á milli í gegnum sameiginlegt þema; þann sem vill vera venjulegur en fellur ekki inn í hópinn hvort sem hann er hvalur eða manneskja. Textar plötunnar koma þannig inn á angurværð hvals sem syngur ekki á sömu bylgjulengd og aðrir, um náttúruna, tilhugalífið og fögnuð mannskepnunnar. Þannig má finna textabrot líkt og "I wanna be mainstream, not a gulfstream". Lögin eru samin í stofunni hans Árna og segir Melkorka stundum að sköpunarkrafturinn sé kaffivélinni hans að þakka.

 

Arnar Eggert gagnrýndi plötuna Milkywhale 4. ágúst 2017. Lesið gagnrýnina hér.